Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 81
79
sig í sátt við hið nýja umhverfi, sbr. t. d. Vestur í frum-
býli. Hneigist nú hugur Stephans til náttúruljóða, og má
segja, að þau myndi uppistöðu í ljóðagerð hans árin
1892—’94. Meðal þeirra má nefna Greniskóginn, Við vatn-
ið, Dagsetur, Sumarkvöld í Alberta og Lóur í akri. Sum
þessara kvæða birtust í öldinni, sem Jón Ólafsson gaf út.
Lét Jón sérprenta 10 kvæða flokk, er nefndist Úti á víða-
vangi. Þetta var fyrsta bók Stephans, og kom hún út í
Winnipeg 1894.
Árið 1895 yrkir Stephan færri náttúruljóð, en tekur
nú fyrir alvöru að fást við sagnakveðskap. Eru í II. bindi
af eldri Andvökum 9 löng kvæði frá þessu ári, ort út
af fornum sögum, enn fremur Heimskautafararnir, all-
langt söguljóð. Eitt þessara kvæða er Illugadrápa, og
sýnir hún gerla, hvílíkum snilldartökum Stephan hafði
nú þegar náð á sagnakveðskap.
Næstu tvö árin eru yrkisefni Stephans mjög f jölbreytt,
þótt mannlífið og náttúran séu aðalviðfangsefnin. Meðal
hinna meiri háttar eru kvæðin Mansöngur, Vikatelpan,
Lækurinn, Mála milli og Sigurður Trölli.
Samhliða þessum kveðskap, sem hér hefur verið getið,
hefur Stephan frá upphafi ort mikið af minninga- og
tækifærisljóðum. Mynda þau stærsta flokkinn í ljóðasafni
hans fram til 1898. Þótt hér megi finna góð kvæði, t. d.
Ástavísur til íslands, Móðurmálið og Kveðið eftir dreng-
inn minn, hefur Stephan gert flestum hliðstæðum við-
fangsefnum betri skil síðar, einkum erfiljóðunum. Áður
hefur verið minnzt á ádeilur Stephans, sem fléttuðust
margvíslega inn í kveðskap hans á þessu tímabili.
Merkustu kvæði Stephans árið 1898 eru, auk Á ferð
og flugi, Jón hrak, Patrekur frændi og Hjónabandið.
Annar kveðskapur þessa árs er smælki eitt, alls eitthvað
12 kvæði og vísur í Andvökum eldri og yngri.
Á ferð og flugi mun ort á árinu öndverðu, a. m. k. að
nokkru leyti. 2. október skrifar Stephan Jóni Ólafssyni
og sendir honum kvæðið. I bréfinu kveðst Stephan áður