Studia Islandica - 01.06.1961, Side 109
107
kvæðið Klettafjöll, er hann orti árið, sem hann fluttist
til Kanada, um fjöllin, er síðan voru tengd skáldnafni
hans. Um líkt leyti tók hann og að semja smásögur og
birti sumar þeirra, en hætti fljótt þeirri iðju og helgaði
sig allan Ijóðagerðinni.
Fyrsta bókin, sem út kom eftir hann, var Úti á víða-
vangi, smákver, prentað árið 1894. Næsta bók, er mjög
jók eftirtekt á honum sem skáldi, var ljóðaflokkurinn Á
ferð og flugi, er prentaður var árið 1900 ásamt þrem öðr-
um kvæðum hans. Verulega þekkt skáld, a. m. k. hér
heima á Islandi, varð hann þó ekki fyrr en kvæðasafn
hans, Andvökur, kom út, þrjú fyrstu bindin á árunum
1909—1910. Hið næsta, sem út var gefið af verkum
Stephans, var svo Kolbeinslag, prentað í Winnipeg árið
1914. Síðar komu út kvæðaflokkarnir Heimleiðis, prent-
að 1917, og Vígslóði, prentaður 1920, auk þriggja síðari
bindanna af Andvökum, fjórða og fimmta bindi prent-
uð 1923, sjötta bindið prentað 1938.
Þegar Stephan kveður Kolbeinslag, er hann sextugur
að aldri og sigið langt á seinna hluta kveðskaparferils
hans. Um það bil helmingur ljóða hans hefur verið gef-
inn út, og margt af því, er síðar birtist, lá í handriti, en
sumt hafði verið prentað í blöðum. Enn á hann þó mikið
óort, þar á meðal höfuðverk, eins og t. d. Vígslóða. Fjarri
lagi er því að segja, að nokkurra ellimarka sé farið að
gæta á skáldskap hans, þótt afkastagetan og andvöku-
þolið sé eðlilega nokkuð farið að minnka.1
Með því, sem nú hefur sagt verið, verður Kolbeinslagi
þó aðeins óglöggt markaður staður meðal annarra kvæða
Stephans. Skal nú reynt að komast öllu nær því marki.
Ekkert íslenzkt skáld hefur valið sér jafn margbreyti-
leg yrkisefni og Stephan. Og hann er svo fjölvís í list
sinni, að hann gerir hinum ólíkustu viðfangsefnum jafn-
góð skil. Þess vegna er svo erfitt að meta verk hans og
1) Samanber t. d. Bréf og ritgerðir I, 339. bls.