Studia Islandica - 01.06.1961, Page 76
74
mjög áþekkan hátt og hann gerði. Þess ber einnig að
gæta, að Stephan var vel kunnugur blöðum frjálshyggju-
manna í Vesturheimi, enn fremur las hann ,,ekki allfá
ensk tímarit“.1
Svipaðar lífsskoðanir hafa víða legið í loftinu. Er því
fráleitt að ætla, að Adler hafi verið eini lærimeistari
Stephans í þessum efnum. Jafnvel í íslenzku blöðunum
vestra bar margt á góma af þessu tagi, ekki sízt hjá Jóni
Ólafssyni, sem var Stephani hlynntur og orkaði á hann
til hvatningar eins og síðar verður rakið.
VII
Gerð og búningur
Á ferð og flugi er söguljóð og minnir á hið gamla epos
einkum að því leyti, að sami bragarháttur er látinn hald-
ast allt til enda og gangur frásagnarinnar er fremur jafn
og hægur, svo að höfundi gefst tækifæri til að skýra þau
atriði til hlítar, sem hann telur máli skipta hverju sinni.
Samt er hinn episki þráður víða slitróttur vegna fjöl-
breyttra lýsinga skáldsins á því, sem fyrir augu ferða-
mannsins ber, og enn fremur vegna tjáningar hugsana og
tilfinninga. Mikill hluti kvæðisins er þannig með lýriskum
svip, og sums staðar er um tæra lýrik að ræða, t. d. í
tjáningu ættjarðarástar og þjóðernistilfinningar. Loks er
Stephani sú aðferð tiltæk að leggja persónum sinum orð
í munn, svo að framsetningin verður dramatisk. En hverri
aðferð, sem beitt er, fær frásögnin mikinn veruleikablæ.
Spaugs eða gamansemi gætir lítt, og bregði höfundur á
glens, er honum jafnan full alvara. Helzt beitir hann þá
háði eða kuldaglettni.
Hvergi grípur skáldið inn í frásögn sögumanns. Verða
þeir því sami maður í vitund lesandans. Þegar f jallað er
um efni, sem stendur utan ferðaþáttanna sjálfra, t. d.
1) Sbr. Bréf og ritgerðir I, 9,—11. bls. og IV, 84. bis.