Studia Islandica - 01.06.1961, Side 29
27
III
Efnisútdráttur
Á ferð og flugi er frásagnarkvæði, byggt á endur-
minningum, sem tengdar eru þremur ferðum um frum-
byggðir N-Ameríku á síðustu áratugum 19. aldar. Milli
fyrstu og annarrar ferðarinnar líða mörg ár og milli
annarrar og þriðju tvö. Engin orsakatengsl eru milli ferð-
anna sjálfra, en þær mynda umgjörð um kjarna verks-
ins, sem er æviferill íslenzkrar stúlku. Um nákvæma
ferðasögu er því ekki að ræða, og erindi sögumanns
hverju sinni eru alger aukaatriði.
Kvæðið er í 18 köflum, og ber hver þeirra sitt nafn.
Fjórir kaflar heyra fyrstu ferðinni til, frá. annarri ferð-
inni er sagt í 13 næstu köflum, en lokakaflinn er helgað-
ur þeirri þriðju.
Víða víkur Stephan frá söguefninu sjálfu. Kveðst hann
hafa valið hið lausa form ferðasögunnar til að fá ráðrúm
til alls kyns útúrdúra.1 Skipa þeir mikið rúm í ferðasög-
unni og eru margvíslegir að efni. Kveður mest að hug-
leiðingum skáldsins og ýmsum skeytum, er það sendir
samtíð sinni. Enn fremur skreytir Stephan frásögn sína
með fögrum og viðhafnarmiklum lýsingum á náttúru,
veðurfari o. fl. Efni kvæðisins er því harla f jölbreytt og
enginn hægðarleikur að rekja það til hlítar í stuttu máli.
1 þessu yfirliti verður leitazt við að fylgja rás hinna ytri
atburða, en sleppa útúrdúrunum, eftir því sem við verð-
ur komið. Verður síðar fjallað um efni þeirra, er rætt
verður um ádeilur Stephans og lífsskoðanir, sem hér birt-
ast, enn fremur í sambandi við list hans.
1 fyrsta kafla, Norður sléttuna, segir sögumaður frá
ferð sinni með járnbrautarlest til ónafngreinds náma-
bæjar. Hér er sjónarsviðið gresjan í sumarskrúða sínum,
hið hálfnumda land, þar sem öll mannaverk eru ný og
1) Sjá Bréf og ritgerðir I, 76. og 106. bls.