Studia Islandica - 01.06.1961, Side 64
62
reyndu söfnuðirnir ætíð að ná til sem flestra einstak-
linga og fá þá í lið með sér. Kirkjan þurfti á miklu fé
að halda, eins og áður er sagt. Var henni þá ekki sízt
fengur að liðsemd kvenfólksins vegna atvinnuöryggisins,
er það bjó við.
Loks hefur Stephan Winnipeg-lslendinga í huga, er
hann víkur að ,,kreppunni“, „skurðunum“ og „hættun-
um“ (Bæjarbragurinn).1 Islendingar höfðu um skeið
talsverða atvinnu af skurðgreftri. Var sú vinna oft hættu-
leg. Minnistætt varð mörgum slysið 1893, er tuttugu feta
djúpur skurður féll saman yfir fjóra íslendinga. Biðu
tveir bana, en hinir tveir slösuðust alvarlega.2
Allt er óvissara um fyrirmyndir hinna síðari atburða
kvæðisins, að undanskildu járnbrautarslysinu, sem er
byggt á hliðstæðum atburði úr lífi Stephans, er varð í
Michigan 29. ágúst 1873, nokkrum dögum eftir að fyrsti
stóri innflytjendahópurinn frá Islandi steig á land í
Ameríku. íslendingarnir voru á leiðinni frá Quebec til
Milwaukee með hraðlest, er flutningalest ók aftan á þá,
þar sem þeir höfðu orðið að nema staðar á brautinni
vegna bilunar.3 Skráði Stephan nákvæma lýsingu á slys-
inu sama ár, og fylgir hún ferðasögu hans frá Islandi
til Ameríku. Er ferðasagan prentuð í Bréfum og ritgerð-
um eftir handriti höfundar, en það mun vera eftirrit af
bréfi, er hann hefur skrifað heim og lokið við að rita 14.
október sama ár.4 Þessari lýsingu fylgir Stephan ná-
kvæmlega í kvæðinu, að því er varðar atburðinn sjálfan,
orsakir hans og hvernig hann bjargaðist sjálfur. Á báð-
um stöðum greinir hann fyrst frá því, sem fyrir hann
bar, er hann vaknaði í klefanum, og með hverjum hætti
hann náði útgöngu, en skýrir tildrögin á eftir. Frásögn-
in er alveg samhljóða, orðalag sums staðar líkt, t. d.:
1) Sjá athugasemdir við II. bindi, Andvökur IV, 434. bls.
2) Sbr. Sögu ísl. i Vesturheimi IV, 322. bls., og V, 125.—126. bls.
3) Sama rit II, 193.—197. bls.
4) Sbr. formála IV. bindis. Þorkell Jóhannesson.