Studia Islandica - 01.06.1961, Side 160
158
Það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur,
séð með vinum sínum þrátt
sólskins rönd um miðja nátt,
aukið degi í æviþátt
aðrir þegar stóðu á fætur.
Út í daginn, fögnuð frá,
fullum borðum, söng og ræðum.
Nóttin leið í ljóði hjá —
ljósi er neyð að hátta frá,
vil ég sjá hvað vaka má,
vera brot af sjálfs mín kvæðum.
Vini kveð ég, þakka þeim
þessa sumarnæturvöku!
Úti tekur grund og geim
glaðasólskin mundum tveim.
Héðan flyt ég fémætt heim:
fagran söng og létta stöku.1
Hér lýsir skáldið fágætlega vel þeim unaði, sem andvak-
an veitti um sumarnótt við Ijóð og leiðslu, og ávöxtur
hennar var fagur söngur og létt staka. Hin sama var
reynsla Kolbeins, þótt aðstæður væru aðrar. Hugur hans
var líka fullur unaðar, þegar hann réri frá Draugaskeri
í birtingu, eftir andvökunótt í auðn og myrkri, þar sem
hann hafði háð baráttu upp á líf og dauða við þann, er
alla myrkranna makt átti, og borið sigur af hólmi. Sú
andvaka skapaði að vísu hvorki fagran söng né létta
stöku, heldur magnþrungin ljóð, örlagakvæði, en nautn
skáldskaparins var hin sama.
Og Kolbeinn skaut árum við útræði löng,
með unun frá nóttunni horfnu:
1) Andvökur I, 291—293. bls.