Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 179
177
eitt með betri verkum Stephans, víða mjög snjallt, en
ekki gallalaust. Heilsteyptari verk eru til eftir hann, en
fá, er taki fram beztu köflum þess. Og ekkert af kvæð-
um hans er girnilegra til fróðleiks um hann sjálfan per-
sónulega en Kolbeinslag. Auk þess er kvæðið með
skemmtilegri ljóðum Stephans. Þótt mikil alvara búi und-
ir, er yfirbragð þess fjörlegt og hressilegt. Það er í einu
skemmtilegt kvæði, karlmannlegt og djúpviturt. Og tor-
skilið er það yfirleitt ekki þeim, er reynir að skilja það.
Það kann að virðast svo við fyrsta lestur, og að sjálfsögðu
eru til einstakar vísur í því alltorræðar, en við nánari
kynni birtist lesandanum stöðugt nýr og dýpri skilning-
ur á kjama kvæðisins. Það stækkar allt og vex, eftir því
sem það er lesið oftar.
Meðal söguljóða Stephans verður að skipa Kolbeins-
lagi í þann flokk, þar sem hann fer frjálslegast með fyrir-
myndina. Og raunar má segja, að þjóðsögurnar hafi að-
eins verið kveikjan að kvæðinu. Efnið sjálft skapar hann
að mestu sjálfur frá eigin brjósti eða notar það a. m. k.
eftir geðþótta sínum. Erfitt er að segja, hver séu beztu
söguljóð Stephans, því að þau eru mörg góð og vel kveð-
in, en ég hygg, að óhætt sé að telja Kolbeinslag í hópi
þeirra beztu og skipa því þar til rúms við hlið kvæða
eins og t. d. Illugadrápu, Sigurðar Trölla, Jóns hraks,
Gríms frá Hrafnistu og annarra slíkra.
Ég mun nú láta þessu spjalli um Kolbeinslag Stephans
G. Stephanssonar lokið. Því miður hefur það orðið fá-
tæklegra en vert væri og slíkt kvæði verðskuldar. En
Stephan er svo mikill, að það er á fárra færi við hann að
glíma til sigurs. En þrátt fyrir það hef ég grætt á skipt-
um okkar, þótt Stephan hafi ekki gert það. Mér hefur
farið sem öðrum, er hafa sökkt sér niður í verk hans.
Af lestri þeirra hef ég orðið ríkari að skilningi á mann-
lífinu, auðugri að andlegum verðmætum, færari en áður
um að rækja skyldur mínar við mannlegt samfélag. Slík
eru verk Stephans.
12