Studia Islandica - 01.06.1961, Page 43
41
er henni kennt að stauta móðurmál sitt, svo að hún kom-
ist fram úr barnalærdómskverinu. Þá er lestrarkennsl-
unni lokið og síðan ekki hirt um að koma Ragnheiði í
nánari kynni við bóklega menntun. I stað þess er henni
innrætt sú trú, að heilög ritning sé guðs opinberaða orð
og þar sé allan sannleik að finna. Þetta sé hin eina sanna
og áreiðanlega regla fyrir trú manna og líferni. Stephani
farast þannig orð:
— Já, kirkjan kveðst ein kunna aðferð og tök
á endurfæðing hvers manns,
þeim kipp, þegar hrökkva að óvöru upp
inir andlegu kraftarnir hans
og hugsjónin birtist. — Og kreddan í kór
hyggst kreppa inni sannleikans geim;
en víðari og hærri þó hann er en svo,
að húki undir veggjunum þeim!
1 stefi, í elding, á busk eða í borg
eins birtist sú dýrlega sýn. —
En Ragnheiði litlu var lokað og byrgt
hvert ljós, sem í bókmenntum skín.1
Hér teflir Stephan lífsskoðun sinni gegn hinni trúar-
legu lífsskoðun. Hér birtist frumhugsunin í lífsspeki hans
í mjög stuttu máli. Rétt er því að skyggnast víðar í ritum
hans, svo að það, sem hér er sagt, verði ljósara.
Hugtakið sannleikur var Stephani mikið íhugunar-
efni, og hann lagði í það djúptæka merkingu. 1 kvæð-
inu Hvað er sannleikur? lætur hann í ljós skilning sinn á
þessu hugtaki, svo að ekki verður um villzt.2 Þar er talið,
að sannleiksneistinn sé falinn i hugskoti hvers manns og
því verði sannleikurinn ekki boðaður eða meðtekinn sem
véfrétt.
1) Ragnheiður litla, Andvökur II, 21. bls.
2) Andvökur II, 195.—196. bls.