Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 158
156
ljóð út af sögum og sögnum. Vafalaust hafa kvæði og
rímur margra íslenzkra alþýðuskálda verið svo til kom-
in, en hér talar Stephan þó fyrst og fremst af eigin
reynslu. Prófessor Sigurður Nordal hefur réttilega á það
bent í ritgerð sinni um Stephan, að annir hans við dag-
leg störf hafi verið meiri en hins snauðasta íslenzka
bónda. Jafnvel Bólu-Hjálmar, þótt fátækari væri, hafi
ekki stritað eins mikið og honum frekar gefizt næðis-
stund til ljóðagerðar. Stephan átti þess hins vegar ekki
kost að jafnaði að setjast niður á daginn við andlega iðju,
ljóðagerð eða bréfaskriftir. Undantekningar frá því voru,
ef hann neyddist til þess að sitja inni sökum lasleika eða
meiðsla. Áður hefur verið vikið að því, að Kolbeinslag
fullgerði hann við slíkt tækifæri, og um fleiri kvæða hans
gegnir líku máli, t. d. segir hann svo í bréfi til Jóns Ólafs-
sonar 14. janúar 1894: ,,Ég sendi þér með bréfi þessu 10
smákvæði, flokk, sem ég hefi skírt „Úti á víðavangi".
Þau eru kveðin fyrir 2—3 árum síðan, og nokkrum sinn-
um hefi ég ætiað að hreinskrifa þau og senda ,,Hkr.“, til
að gera við þau hvað henni gott þætti, en það hefir dreg-
izt, þangað til næstliðna viku, að ég meiddi mig ögn og
var frá verkum, þá gafst mér tími.“1 2
Slíkar tómstundir sem þessar voru þó sjaldgæfar. Átti
Stephan þá ekki nema tveggja kosta völ til þess að sinna
þessum hugðarefnum sínum. Annar var sá að yrkja á
meðan hann vann, væri þess nokkur kostur, eins og hann
lætur Kolbein gera í kvæðinu. Hinn, að taka svefn- og
hvíldartímann til ritstarfanna, og mun sá tími hafa orðið
honum drýgstur til skáldskapariðkana, samanber nafn
það, er hann valdi kvæðasafni sínu. Um hið fyrra farast
honum svo orð í bréfi til Jóns Ólafssonar 11. desember
1893: „Ég sting hér með seinustu erindum mínum. Ég
gerði þau á gangi til vinnu minnar fyrir nokkrum dög-
um.“ 2 Hér er sá einn munur þeirra Kolbeins, að Stephan
1) Bréf og ritgerðir I, 54. bls.
2) Sama rit, sama bls.