Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 80
78
VIII
Ferill
Áður en rakinn verður ferill þess verks, sem hér er
gert að umtalsefni, skal farið nokkrum orðum um skáld-
skap Stephans fram til 1898, en það ár orti hann Á ferð
og flugi.
Þótt Stephan byrjaði ungur að yrkja, leið á löngu, þar
til hann yrði stórskáld eins og hann er nú í vitund okkar.
Lífskjör hans á fyrri árum ollu því, að hann tók seint út
þroska sinn. Eiginlegur skáldferill hans hófst ekki fyrr
en um 35 ára aldur, er hann var setztur að í Alberta. Til
marks um það hefur einkum verið haft, að þá tóku kvæði
hans að birtast í blöðum Islendinga vestan hafs. En þetta
réttlætist af ýmsu fleira. Sjálfur mun Stephan hafa talið
sig standa á tvítugu sem skáld árið 1909, þegar tvö fyrstu
bindin af Andvökum komu út.1 Að vísu hafði hann ort
talsvert fyrir 1889. En mikinn hluta af þeim kvæðum
lét hann ekki prenta, og voru þau ekki birt fyrr en í síð-
ustu útgáfunni af Andvökum, og þau hinna eldri kvæða,
sem hann fól prentsvertunni sjálfur, orti hann upp og
gerbreytti sumum.2 Greinilegt er, að á fyrstu árunum í
Alberta verða framfarir Stephans í ljóðagerðinni örastar,
svo að hann nær undra fljótt fullum þroska sem skáld.
Ný yrkisefni sækja á, og smátt og smátt tekur hann að
færast meira í fang. Frá árinu 1890 eru þó mjög fá kvæði
í Andvökum. Er sennilegt, að það ár hafi Stephan átt ann-
ríkt í frumbýlinu nýja. En næsta ár færist aftur fjör í
ljóðagerðina, og vekja nú m. a. athygli ýmis smákvæði,
sem birta skoðanir skáldsins og lífsstefnu. Sum þeirra eru
í röð hinna merkari kvæða Stephans, t. d. Fullkomleik-
inn, Vantrúin, 1 brattanum og Vetrarríki. Frá þessu ári
er einnig Útlegðin. En um sama leyti tekur hann að yrkja
1) Sbr. Þork. Jóhannesson: Við verkalok, Nordæla, 218. bls.
2) Sama rit, 221. bls.