Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 119
117
vera, með kveðskapinn einan að vopni. Annars hefi ég
látið spaugið draga úr.“1
Stephan finnur réttilega, að Kolbeinn er ekkert stór-
skáld á venjulegan mælikvarða skáldskapargildis, þótt
hann sé hins vegar vel hlutgengur. En hann metur að-
stæðurnar og dæmir eftir þeim. Hann telur, að meira máli
skipti sá óbilandi kjarkur og trú, sem þarf til að færast
í fang slíkt þrekvirki sem Kolbeinn, heldur en hitt, hver
árangurinn verður. Hann skilur, að ,,eðli Kolbeins var
yfirmennt", þrátt fyrir allt. Jafnframt sér Stephan, að
dæmi Kolbeins er táknrænt fyrir íslenzku þjóðina sem
heild. Barátta hennar fyrir tilveru sinni við örbirgð og
ófrelsi var jafn ofurmannleg og Kolbeins. Og sigur í
þeirri baráttu var og er undir því kominn, að alltaf séu
til nægilega margir jafningjar hans, menn sem láta ekki
baslið smækka sig, heldur bjóða öllum erfiðleikum birg-
inn, þora ætíð að ganga æðrulaust á hólm við „höfðingja
þessa heims“, í hvaða gervi sem hann kann að birtast.
III
Þjóðsögumar um Kolbein og varðveizla þeirra
Af Kolbeini Jöklaraskáldi hafa gengið margar sagnir,
og hafa nokkrar þeirra verið skráðar, þótt vafalaust hafi
margar glatazt. Til þess að glöggva sig sem bezt á vinnu-
brögðum Stephans verður að reyna að komast fyrir um
það, eftir því sem hægt er, hverjar af þessum sögnum
hann hefur þekkt, er hann orti kvæðið. Vitaskuld verður
aldrei hægt að fá úr því skorið með óyggjandi vissu, en
tilraun skal þó gerð til þess að ráða það af líkum.
Flestar sagnir af Kolbeini hefur Gísli Konráðsson skráð
og líklega hafizt handa um það einna fyrstur manna. 1
handritinu Lbs. 1124 4to, sem talið er ritað um 1850 og
er með hendi Gísla, komið í Landsbókasafn úr safni
1) Bréf og ritgerðir I, 341. bls.