Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 163
161
umst við liðnum kynslóðum bezt, því megum við ekki
gleyma. Þess vegna segir Stephan:
Skynjum, að í orðsins list
alda-sálir lifa.1
Það eru hin miklu sannindi, sem mörgum hefur sézt yfir.
1 svörum Kolbeins birtast skoðanir Stephans sjálfs á
þeim málum, sem um er rætt, skoðanir hans á lífsbaráttu
íslenzku þjóðarinnar og hlutverki skáldanna í því stríði.
Þar birtist trú hans á list orðsins og mátt andans. Trúin
á hinn sigrandi mátt þessara afla andar á móti okkur frá
öllum verkum hans, bæði í bundnu og óbundnu máli. 1
lok þessa kafla dregur Stephan upp mynd af trú kirkj-
unnar manna á eilíft líf og af sinni eigin trú á framþróun
mannanna og sýnir muninn skýrt og áþreifanlega. Hann
lætur Kölska segja:
Hefjumst upp á afskekkt set í eilífðinni.2
1 þessum orðum túlkar hann raunverulega kirkjutrúna á
framhaldslíf. Að jarðlífinu loknu eigum við fyrir hönd-
um annað líf einhvers staðar á afskekktu seti, fjarri jarð-
lífinu og laustengt því, á himnum, eins og það heitir á
máli kirkjunnar. Slik trú var fjarri Stephani. Hann trúði
á framvindu kynslóðanna, að ekkert yrði að engu, að
það, „sem einstaklingurinn á sameiginlegt með lifandi
manna lífi, lifir þótt hann deyi.“ 3 Því leggur hann Kol-
beini í munn þetta svar:
Stefjum fet í framförinni.4
1 verkum sínum, ef til framvindu horfa, hvers eðlis, sem
þau annars eru, lifir einstaklingurinn. Stephan sjálfur
stefjaði fet í framförinni, og hann vissi, að í ljóðum sín-
1) Andvökur III, 90. bls.
2) Sama, 91. bls.
3) Bréf og ritgeröir I, 220. bls.
4) Andvökur III, 91. bls.
11