Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 110
108
dæma einn flokk þeirra öðrum betri. Óyggjandi má þó
telja, að meðal þeirra yrkisefna, sem Stephan gerir ágæt-
ust skil, séu söguljóðin, kvæðin, er hann yrkir út af sög-
um og sögnum. I þeim flokki er Kolbeinslag. Verður nú
vikið stuttlega að söguljóðum hans í heild og þróunar-
ferli þeirra.
Söguljóðin eru snar þáttur í kveðskap Stephans og all-
margvísleg. Eftir efnisuppruna mætti skipta þeim í ýmsa
undirflokka, svo sem kvæði ort út af Islendingasögum,
konungasögum, fornaldarsögum, goða- og hetjusögum og
þjóðsögum. Þessu skyld. eru kvæði, er sækja efni til Biblí-
unnar, t. d. Nikodemus, og sum frásagnakvæðin, þar sem
nýlátnar eða jafnvel lifandi persónur eru að einhverju
leyti fyrirmynd, svo sem Sigurður Trölli og ef til vill Pat-
rekur frændi, jafnvel kvæði eins og t. d. Bræðrabýti, þar
sem söguefnið mun alveg tilbúið, eru nátengd þessum
flokki.
Kvæðin eru einnig nokkuð sundurleit að efnismeðferð.
1 sumum þeirra fylgir Stephan efni sögunnar eða sagnar-
innar að mestu, þótt aldrei færi hann þær í rím jafn um-
búðalítið og Grímur Thomsen gerir stundum. Dæmi um
slík kvæði eru t. d. Illugadrápa, Hergilseyjarbóndinn og
Viðtökurnar. Miklu oftar fer hann þó frjálslegar með fyr-
irmyndina, fylgir henni aðeins lauslega eða breytir henni
jafnvel. Svo er um kvæði eins og t. d. Grím frá Hrafnistu,
Hjaðningavíg og Draupni. Einstakar persónur eða at-
burðir eru oft kveikjan að kvæðunum, en Stephan klæðir
uppistöðuna þeim búningi, er honum finnst bezt hæfa,
segir söguna, eins og hann skilur hana, og setur fram í
kvæðislok þær ályktanir, er hann dregur af athugunum
sínum á efninu. Dæmi slíkra kvæða eru t. d. Landnáms-
maðurinn, Glámsaugun og Jón hrak.
Sjálfsagt valda eðlismunur og frábrugðnar lífsskoðan-
ir mestu um hina ólíku efnismeðferð Gríms Thomsens og
Stephans G. Stephanssonar, þessara tveggja mestu sögu-
ljóðaskálda íslenzkra. Þar gætir þó ef til vill einnig að-