Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 79
77
og sögnin að hlökta, enn fremur orðasambandið standa
af í merkingunni stafa af. Nýyrðin eru haglega gerðar
samsetningar. Flest eru lýsingarorð, t. d. móskotinn, eld-
skininn, náttkuldablár, bjarkgróinn, gaddhvítur, blækyrr,
rökkurblár, skjáblámagrár, en einnig nafnorð t. d. glóhár
og fjallræna. Mun nýyrðum Stephans hér bezt lýst með
því að tilfæra hin snjöllu ummæli Helga Pjeturss: „Hann
hefur það einkenni listamannsins, að orðin koma frá
honum eins og nýslegnir gullpeningar, en ekki eins og
margþvældir seðlar.“1
Orðaskipan er víðast eðlileg í kvæðinu, enn fremur setn-
ingatengsl. Stílhnökra má þó finna (sjá t. d. upphaf nið-
urlagserindis XI. kafla). Fleiri dæmi af þessu tagi hirði
ég ekki að tilfæra, slíkt mundi gefa ranga hugmynd um
stíl kvæðisins, því að flest er ljóst orðað, svo að lesand-
inn þarf sjaldan að nema staðar til að fá skilið hugsun
skáldsins.
„Tvær leiðir liggja til listar í formi, að láta orðin liðast
saman, létt og mjúkt, eins og silkiþráð, eða greypa þau
saman, sterk og tíguleg, eins og stuðlaberg. Ég hefi þreytt
hvort tveggja." 2 Þannig farast Stephani orð í bréfi 1907.
Síðari kostinn valdi hann að jafnaði og náði með þeim
hætti skýrustu formsérkennum sínum. En þessi aðferð
mun einnig eiga nokkra sök á formlýtum hans, svo sem
ofhleðslu og óþyrmilegum tökum á málinu, sem spilltu
Ijóðstílnum. En hér valdi hann hina leiðina, enda hæfði
hún tvímælalaust betur ferðinni og fluginu. Mun þetta
verk bezta sönnun þess, hve Stephan gat hamið skáldfák
sinn á mjúkum gangi, enda þótt spretturinn væri langur.
1) Bjarni Thorarensen og Stephan G. Stephansson, Eimreiðin X. ár,
33. blaðsiða.
2) Bréf og ritgerðir I, 160. bis.