Studia Islandica - 01.06.1961, Side 166
164
Að sjálfsögðu eru það aðeins táknræn lok, að Kölski er
látinn bíða ósigur á því, að hann kann ekki bragarhátt-
inn, sem Kolbeinn fann upp. Hitt skiptir meira máli, að í
þessari vísu bar Kolbeinn fram spurningu, sem Kölski
gat ekki svarað efnislega, nema með því að opinbera al-
gerlega eðli sitt og tilgang, þess vegna varð honum svara-
fátt. Niðurrifsöflin viðurkenna aldrei, að þau séu að grafa
undan menningunni, að vinna gegn þróuninni. Þau lifa
á blekkingunni. Yrði öllum lýðum ljós ætlun þeirra,
mundi framgangur þeirra heftur að eilífu. Skáldin hafa
löngum verið niðurrifsöflunum fjandsamleg og unnið
manna bezt að því að þoka menningunni áleiðis í fram-
fara átt. Einn liðurinn í baráttu þeirra hefur verið sá að
afhjúpa fjendur framþróunarinnar, að benda á niðurrifs-
starf þeirra og vara við þeim, um leið og þau hafa bent
á leiðir þær, er fara skal og áfram liggja. 1 hópi þeirra
skálda, er bezt hafa gengið fram á þessu sviði, er Stephan
G. Stephansson. Kolbeinslag kveður hann til þess að gera
þjóðinni ljóst, hvernig hún á að varðveita frelsi sitt, til
þess að sýna henni, hver vopn hún á í þeirri baráttu, þar
sem eru tunga hennar og kveðskaparíþrótt. Þau vopn
má hún ekki slæva né varpa frá sér af skammsýni. Til
frekari glöggvunar bendir hann á þá tvo vegi, sem þjóðin
á kost á að velja um að fara. Annars vegar er sú leið,
sem Kölski bendir á og til glötunarinnar liggur, auðveld-
ari og greiðfærari að sjá við fyrstu sýn, en snarbrött og
hættuleg, um það lýkur, og endar í ógöngum. Hins veg-
ar er sú gata, sem Kolbeinn varðar, lítt rudd og tor-
sótt og liggur öll á brattann, en stefnir alltaf í rétta
átt. Um þann stíg leiddi Stephan þjóð sína, meðan honum
entist líf og heilsa, og skilaði henni drjúgan spöl áleiðis
að settu marki.
Fáir menn munu hafa gert sér þess gleggri grein en
Stephan, að sá vegur, sem hann vildi varða, er óendan-
legur, og stöðugrar aðgætni þarf við til þess að villast
ekki af honum. Að þessu víkur hann í lokakafla kvæðis-