Studia Islandica - 01.06.1961, Side 82
80
hafa boðið Jóni að senda honum langt kvæði með vorinu,
ef hann ætti það til. Dráttinn á þessu segir Stephan stafa
af því, að hann sjálfur hafi „frá eilífð verið ákvarðaður
til að „velkjast í sorgum þessa lífs“.“1 Má af þessu skilja,
að Stephan hafi tekið að fást við verk þetta veturinn
1897—’98 og gert sér vonir um að ljúka því með vorinu,
en síðan hefur dregizt fram eftir sumri, að kvæðið yrði
fullgert. Hefur hann því haft kvæðið í smíðum allmikinn
hluta ársins og sennilega ort lítið annað á meðan. í öðru
bréfi (1910) segist Stephan hafa setið á sunnudögum „í
gamla skólahúsinu og „rubbað upp“ kvæðinu".2 Mun þar
átt við Hólaskóla, er var fyrsta skólahúsið í byggðinni,
reist í landi Stephans.
Þótt þessi ummæli séu fáorð, gefa þau til kynna, að
þetta kvæði er ekki andvökuverk og Stephan hefur helg-
að því beztu tómstundir sínar, að líkindum mikinn hluta
ársins. Þetta er eðlilegt, þegar haft er í huga, að hér
fékkst Stephan við stærsta verk sitt til þessa, þegar undan
er skilin ætlun hans í æsku að yrkja 24 „langlokur“ út af
Víglundarsögu og „yfirganga Friðþjófssögu E. Tegnérs." 3
Upphafleg hugmynd Stephans var að fá Á ferð og flugi
prentað í Sunnanfara, en þá var Jón Ólafsson ritstjóri
hans ásamt Þorsteini Gíslasyni. Jón hafði, eins og áður er
frá skýrt, komið kvæðum Stephans á framfæri í öldinni,
og var þeim vel til vina, þótt kynning þeirra hefði ein-
ungis verið bréfleg.4 En er Jóni barst handritið í hendur
haustið 1898, var hann hættur öllum afskiptum af Sunn-
anfara, og kom ritið ekki út næsta ár. Bauð Jón forlags-
bóksölunum í Reykjavík kvæðið til útgáfu, en enginn
þeirra vildi ráðast í útgáfu þess af ótta við sölutregðu.
Lá handritið hjá Jóni hátt á annað ár, en þá réðst hann
í að gefa kvæðið út í sérstakri bók að viðbættum þrem
1) Bréf og ritgerðir I, 75. bis.
2) Bréf og ritgerðir I, 232. bls.
3) Drög til ævisögu, Bréf og ritgerðir IV, 84.—85. bls.
4) Síá Sunnanfara VII. ár 1898, 8. bls.