Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 156
154
að lepja upp mola um lífsins stig,
en láta ekki baslið smækka sig.1
Hér er mikið sagt, en Stephan þekkti manna bezt sjálf-
ur, hvílík þrekraun það er „að lepja upp mola um lífsins
stig, en láta ekki balsið smækka sig.“ Ég treysti mér
ekki til þess að leggja á það dóm, hvort Stephan hafi hér
haft sjálfan sig í huga eða aðra, t. d. Bólu-Hjálmar. Hins
vegar er það ekki hans háttur, hvorki í bundnu né
óbundnu máli, að halda fram sínum hlut, þótt hann væri
sér þess vel meðvitandi, að verk hans voru nokkurs virði,
samanber t. d. þessar ljóðlínur í kvseðinu Kveldi:
og ég, sem get kveðið við kolsvartan heim
slíkt kvæði um andvökunótt.2
En hvort heldur sem verið hefur, stendur það óhaggað,
að þessi orð eiga ekki betur við nokkurn mann en Stephan
sjálfan. Hann var svo mikið skáld og merkilegur maður,
þrátt fyrir örðug ytri kjör, að óvíst er, að hann hefði náð
hærra eða lengra, þótt aðstæður hans hefðu verið betri.
Það verður hins vegar ekki sagt um menn eins og Kol-
bein Jöklaraskáld eða Bólu-Hjálmar, hvorugur þeirra
hefur notið sín til fulls vegna þeirra kröppu kjara, er
lífið bjó þeim.
Víðar en í Kolbeinslagi metur Stephan verk manna
afstætt. 1 Grími frá Hrafnistu gerir hann t. d. samanburð
þeirra Fultons og Gríms og segir:
Mér finnst líf og liðinn tími
listhagari í bát hjá Grími!3
Svipað kemur líka fram í Jökulgöngum, þar sem hann
ber saman verk þeirra Illuga Helgasonar í Neslöndum og
Shakespeares um Hamlet. Hann játar að vísu yfirburði
Shakespeares og segir: „Illugi var ekki Shakespeare, en
1) Andvökur III, 87. bls.
2) Andvökur I, 212. bls.
3) Andvökur II, 188. bls.