Studia Islandica - 01.06.1961, Side 90
En í því sambandi minnir hann á, hve hið andlega atgervi
skáldsins sjálfs er dýrmætt íslenzkri menningu, og hve
mikið skorti á, að það fái notið sín að fullu. Hvetur Sig-
urður Islendinga til að sýna skáldinu ræktarsemi og
greiða götu þess.
Framhald þessa ritdóms birtist í næsta tölublaði Ing-
ólfs undir fyrirsögninni Þjóðrækni Stephans G. Stephans-
sonar. Er þar vakin athygli á, hvernig Stephan, gagn-
stætt mörgum Vestur-lslendingum, hrósi Islandi á kostn-
að Vesturheims. Dæmin þessu til sönnunar eru snilldar-
lega valin úr kvæðinu Á ferð og flugi. Bendir Sigurður
réttilega á, að ættjarðarástin, sem Stephan tjáir í loka-
kafla kvæðisins, fái ylinn af því, að átthagarnir séu „end-
urminningastöðvar ættkvíslar hans. Þar rif jast saga þjóð-
arinnar upp fyrir honum. Líf hennar á liðnum tímum,
sæld og þrautir, verður ljósara heima, hluttekning í ör-
lögum hennar og lífskjörum næmari.“ i
Ritdómur Sigurðar er skrifaður af miklum hlýleik og
djúpum skilningi á höfundi og verki. Lýkur honum með
þessum orðum: „Og það má ekki leggja Stephan G.
Stephansson svo ofan í líkkistuna, að Island launi hon-
um ekki, hve mjög hann hefir auðgað bókmenntir þess
og menning."1
Þá skal hér getið minningargreinar, er Sigfús Blöndal
skrifaði í Árbog 1928. Fjallar Sigfús þar talsvert um Á
ferð og flugi og skipar því veglegan sess meðal kvæða
Stephans. Hyggur hann, að þar sé að finna einna snjöll-
ustu náttúru- og mannlýsingar skáldsins. Annars er um-
sögn Sigfúsar aðallega kynning á efni kvæðisins, og hef-
ur söguþráður þess hvergi verið betur rakinn.2
Auk þessa hefur kvæðísins allvíða verið minnzt í grein-
um um skáldskap Stephans, einkum í ritdómum um And-
vökur. Hirði ég ekki um að tína það allt til, því að þar
1) Ingólfur, VII. árg., 17. blað, 66. bls.
2) Sjá Árbog, udg. af Dansk-islandsk Samfund, I, 30.—32. bls.