Studia Islandica - 01.06.1961, Side 32
30
óbyggðum. Ferðast hann fótgangandi um fjöll og skóga
ásamt f jórum förunautum. Eru tveir þeirra kynblending-
ar, að líkindum Indíánaættar, en auk þeirra eru einn
Frakki og íri. Islendingurinn og Frakkinn ferðast í er-
indum landsstjórnarinnar, en hinir þrír eru veiði- og
gullleitarmenn, er slegizt hafa í för með þeim. Fjalla 2
kaflar (V. og VI.) um för þeirra til byggða. Þeir félag-
arnir kveikja eld að kvöldi dags og láta fyrirberast í
skóginum um nóttina, en ná að kvöldi næsta dags til
námabæjarins Golden. I samskiptum þeirra félaganna
vekur Irinn athygli lesandans. Hann tekur að erta Is-
lendinginn að tilefnislausu, en gefst upp von bráðar fyrir
háði hans og biður því næst kvöldbænar í heyranda hljóði.
VII. kafli, Námabærinn, segir deili á Golden, fjallabæ,
sem risið hefur á skömmum tíma vegna gullleitar. Þang-
að hefur fólk af ýmsu tagi flykkzt til að hagnast á gull-
leitinni:
og Bakkus og Venus sér dýrkendur dró
í dalinn úr sérhverri átt.
Og Jehóva sendi sinn Hjálpræðisher
á hnotskóg þess auðæfalands;
en karlinn hann Mammon var mannflestur þó,
því mergðin var öll saman hans.1
En nú hefur Golden lifað tvenna tímana. Fregnin um
gullið reyndist blekking ein, og fólkið yfirgefur bæinn
sem óðast. I stað auðlegðar blasir fátækt við, í stað
sukks kemur afturhvarf.
Sögumaður okkar verður að dvelja þrjá daga í Golden
sökum þess, hve ferðir þangað eru nú strjálar. 1 VIII.
kafla kvæðisins er sagt frá síðasta kvöldinu þar. Þá
kemst hann að raun um, að samferðamaðurinn írski, sem
nefnist O’Hara, er drykkjumaður og að sögn hið mesta
hrakmenni. Hefur hann verið kvæntur íslenzkri konu,
1) Andvökur II, 27. bls.