Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 113
111
1 sögnum hefur Kolbeinn jafnan verið kenndur við Lón
(Einarslón) undir Jökli, og líklega hefur hann búið þar
lengstum. Þá hefur hann og verið talinn hafa átt heima á
Dagverðará, samanber það, að þar lýkur hann Grettis-
rímum sínum,1 þótt ekki sanni það neitt um, að hann
hafi búið þar, eins og dr. Björn Sigfússon bendir á.2 3 1
þætti sínum af Kolbeini segir Gísli Konráðsson,3 að Kol-
beinn hafi átt heima á Dagverðarnesi á Skarðsströnd og
ber Hálfdan meistara Einarsson fyrir því. Þar fer Gísli
hins vegar sannanlega með rangt mál, því að í skáldatali
sínu segir Hálfdan um Kolbein: „Kolbeinus Grimeri Dag-
verdaraensis“ o. s. frv.4 5 og kennir hann þar með við Dag-
verðará, en ekki Dagverðames, eins og ruglazt hefur hjá
Gísla. Sýnilegt er af því, er Hálfdan segir um Kolbein
síðar í sömu grein, að hann kennir hann við Dagverðará
sökum þess, að þar lauk hann Grettisrímum.s Er því vitn-
isburður Hálfdanar engin ný sönnun fyrir því, að Kol-
beinn hafi nokkru sinni búið þar. Gísli segir einnig í
sama þætti, að Kolbeinn hafi líka átt heima á Fróðá, en
hæpið er að treysta þeirri heimild, því að þátturinn er
allur mjög vafasamur. Loks herma sagnir, að Kolbeinn
hafi fengið hluta af Brimilsvöllum í Neshreppi innra frá
Brynjólfi biskupi Sveinssyni fyrir Sveins rímur Múks-
sonar, sem hann er sagður hafa ort að bón biskups. Á
Kolbeinn að hafa búið þar síðustu ár ævinnar,6 en eng-
ar öruggar heimildir mun nú að finna fyrir þeirri sögn.
1 þingbók Snæfellsnessýslu frá árunum 1652—1667 er
Kolbeins getið öðru hverju, en hvergi er þar nefnt heim-
ilisfang hans. Hefur hann verið þingvottur að Laugar-
brekkuþingstað og stundum nefndur í dóma. Má af því
1) Sjá Tímarit Bókmenntafélagsins, V. árg., 252. bls.
2) Sveins rímur Múkssonar, formáli, XXIII. bls.
3) Lögberg, 30. október 1913.
4) Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ, 85. bls.
5) Sveins rimum Múkssonar segir Hálfdan raunar, en það mun missögn
hjá honum.
6) Sjá Tímarit Bókmenntafélagsins, V. árg., 252.—253. bls.