Studia Islandica - 01.06.1961, Side 147
145
að lýsa því, er kona Kolbeins átelur hann fyrir vangæzlu
fjárins. Með þeim vísum er gefið í skyn, að Kolbeinn hafi
í rauninni verið slóði og vanrækt þá skyldu að sjá fjöl-
skyldu sinni farborða, en slíkt er í ósamræmi við aðra
lýsingu hans í kvæðinu, enda mun það ekki hafa ver-
ið ætlun Stephans að bera Kolbeini neitt slíkt á brýn.
Hann segir líka á eftir:
Það komumanns fylgjan hjá Kolbeini var,
að konan hans gerði ’ann svo hyskinn.i
Satt er það, að ekki var óeðlilegt, þótt konunni félli
þungt fjárskaðinn og léti falla nokkur bráðræðisorð um
hann. En þrátt fyrir það finnast mér ásakanir hennar í
garð Kolbeins, og þó einkum sjálfsálasanirnar vegna þess
að hafa nokkurn tíma gefizt honum, minna helzt til mik-
ið á ákúrur þær, er Kölski varð að sæta af sinni konu,
meðan hann átti við basl að búa, og barlóm hennar vegna
hins bága hlutskiptis. Kemur enn að því, að betur hefði
á því farið að sleppa hjónabandssögu höfðingjans, þá
hefði lýsingin á viðbrögðum eiginkonu Kolbeins notið
sín betur.
Þriðji hluti kvæðisins, Oti í Draugaskeri, hefst á þvi,
er Kolbeinn rær til fundarins við Kölska. Er sú lýsing
að sjálfsögðu öll samin af Stephani. Þar er prýðilega sagt
frá alþýðuskáldinu Kolbeini og skáldskapariðkunum
hans. Síðan kemur sjálf kvæðasennan. Kennir þar margra
grasa, enda er í þeim samkveðlingum fólginn meginkjarni
kvæðisins. Verður fjallað um það efni í næsta kafla. Hefur
Stephan „spunnið upp alla hreðu þá“,1 2 eins og hann orð-
ar það sjálfur. 1 fyrstu gengur allt vel. Það er ekki fyrr
en líða tekur að lokum mótsins, sem Kolbeinn finnur, hvar
fiskur liggur undir steini, að ekki er fyrst og fremst um
sál hans sjálfs að tefla, heldur hitt, sem meira er, örlög
Islands. Sérhver vísuhelmingur Kölska er ófarnaðarósk,
1) Andvökur III, 83. bls.
2) Bréf og ritgerðir I, 342. bls.
10