Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 108
106
alskáldferill hans ekki fyrr en um það leyti, er hann flyzt
til Kanada og sezt að í Alberta.
Á árunum frá 1889 til um 1920 yrkir Stephan megin-
þorra kvæða sinna og jafnframt flest sín beztu Ijóð. Til
dæmis tekur prófessor Sigurður Nordal einungis örfátt
þess, er hann orti fyrir og eftir þann tíma, upp í úrvalið
af Andvökum, er hann valdi og Mál og menning gaf út
árið 1939.i Stephan hefur að vísu ort fjölda ágætra
kvæða, sem ekki var rúm fyrir í því úrvali, en þó hygg
ég, að vali þess sé svo háttað, að heildarsvipur skáldferils
hans komi þar glöggt fram.
Til þess liggja ýmsar ástæður, hve seint Stephan snýr
sér fyrir alvöru að skáldskapnum. Hann er enn svo ung-
ur, er hann flyzt til Vesturheims, að hann er langt frá
því að vera fullþroska skáld. Og einmitt þá fara örðug-
ustu ár ævi hans í hönd, ár landnámsins. Hann er fram-
andi maður í ókunnu landi. Hann verður að aðlagast
nýja landinu og nýju þjóðfélagi, sem hann hefur gerzt
þegn í. Hann verður að nema nýtt tungumál. Á sama
tíma kvænist hann og stofnar heimili, og hann flytzt bú-
ferlum þrívegis, áður en hann finnur varanlegan sama-
stað. Jafnframt helgar hann sig félagsmálum, er stoð og
stytta landa sinna á þeim vettvangi. Það er því ekki furða,
þótt lítill tími yrði aflögu til skáldskapariðju og þrosk-
inn seintekinn.
Eftir að Stephan er setztur að í Alberta, breytist að-
staða hans nokkuð. Hann hefur sigrazt á byrjunarörðug-
leikunum, grundvöllurinn hefur verið lagður, og hann
stendur traustum fótum á nýrri jörð, en með órofnum
tengslum við uppruna sinn og ættjörð sína.
Um og eftir 1890 tekur Stephan að birta kvæði eftir
sig í Vesturheimsblöðunum. Eitt hið fyrsta þeirra var
1) Fyrir 1889 eru ort kvæðin Við verkalok (1883) og Kveðið eítir dreng-
inn minn (1887 og 1888), svo og nokkur smáljóð. Eftir 1920 eru ort kvæðin
Martíus (1922), André Courmont (1924) og Vökulok (1926), auk fáeinna
lausavísna.