Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 68
66
Að líkri niðurstöðu komst sögumaðurinn í kvæðinu, er
hann ræddi við prestinn. Hann fann:
að allt var sem gufa, með guðfræðisþef
af góðmeti ársins sem leið,
frá háborði andans, tóm yfirlitsrit
í útþynning — leifar og sneið.1
Af því, sem hér hefur verið tilfært, dreg ég þá ályktun,
að síra Friðrik og kynni þeirra Stephans hafi lagt drjúg-
an efnivið til þeirrar mannlýsingar, sem hér er rætt um.
Hins ber þó að gæta, að manntegund sú, sem Stephan
lýsir, er ekki einskorðuð við fyrirmynd sína. Til þess var
frumleiki Stephans of ríkjandi í allri listsköpun hans.
Stephan gerði lítið úr áhrifum annarra skálda á sig og
kvaðst ekki minnast neins höfundar, sem hann „dýrkaði
yfir alla hluti fram.“2 Eitt samtíðarskálda hans, Þor-
steinn Erlingsson, hefur þó orkað á hann öðrum fremur,
enda dáði hann Þorstein mjög. Óvíða eða jafnvel hvergi
í ljóðum Stephans munu áhrifin frá Þorsteini ljósari en
hér.3 Er því næst að spyrja: Hvað hefur Stephan lært af
Þorsteini, og hvers vegna vitnar þetta kvæði um áhrifin
öðrum fremur? Fyrst og fremst hefur ljóðstíll Þorsteins
orðið Stephani fyrirmynd, léttleiki hans og kliðmýkt.
Hugblær er stundum áþekkur, t. d. finnst mér eitthvað
af anda Þorsteins í kaflanum um Ragnheiði litlu. En
skýrust verða rittengslin, þegar Á ferð og flugi er borið
saman við Jörund, síðasta og lengsta kvæðið í 1. út-
gáfu Þyrna. Það kvæði hafði Stephan ekki lesið, fyrr en
honum bárust Þyrnar í hendur seint á árinu 1897, rétt
áður en sagan um Ragnheiði vitjaði hans. Að loknum
lestri Þyrna kvað Stephan:
Ljóðin þín ég las um skugga-
lágnættið —
1) Vagn á vegi, Andvökur II, 40. bls.
2) Sbr. Bréf og ritgerðir IV, 88. bls.
3) Sbr. Sig. Nordal: Stephan G. Stephansson, Andvökur, úrval 1939,
XXXI. bls.