Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 145
143
mennsku Kölska hjá Kolbeini. Ekkert hefur Stephan þó
notað úr þeirri sögu, heldur samið allt frá eigin brjósti.
Um þetta segir hann svo í skýringunum við kvæðið: „Lýs-
ingin á Kolbeini og högum hans er minn tilbúningur, en
ég held hún sé nærri lagi um ástæður ýmsra íslenzkra
skálda, sem kveðskapnum héldu þá uppi. Eins og náttúr-
legt var um slíkan trúmann, vildi hann kenna Kölska öll
sín óhöpp. Enda var það ekki nema hyggindaráð að draga
sem mest úr Kolbeini, áður en Höfðinginn gekk á kvæða-
hólminn við hann, og svo er hann frekar eigingjarn en
riddaralegur, þó ekki sé nema við kveldmatinn.“l
1 Islenzkum þjóðsögum og ævintýrum er bústaður Kol-
beins ekki nefndur á nafn, en í þætti Gísla Konráðssonar
er hann talinn hafa átt heima á Fróðá, er sagan gerist.
1 kvæðinu kallar Stephan bæinn hins vegar Kolbeinsstaði,
það er að segja, hann kennir hann við Kolbein sjálfan.
Hefur hann því einnig um þetta atriði hafnað heimild
Gísla, ef hann hefur kveðið þennan hluta kvæðisins að
einhverju eða öllu leyti, eftir að hann kynntist henni.
Um stað og tilhögun sjálfrar kvæðastefnunnar geta
báðar þjóðsögurnar, en greinir á um hvort tveggja. 1 Is-
lenzkum þjóðsögum og ævintýrum segir, að þeir hafi set-
ið á Þúfubjargi undir Jökli og Kölski botnað fyrra hluta
nætur, en Kolbeinn þann síðara. 1 þætti Gísla Konráðs-
sonar segir hins vegar, að þeir hafi setið á Skollanöf á
Vallnabjargi og Kolbeinn ort fyrri hendingarnar, en
Kölski botnað. Um fyrra atriðið, staðinn þar sem þeir
káðust á, fylgir Stephan hvorugri fyrirmyndinni í kvæð-
inu. Hann lætur Kölska velja eyðiklett úti í hafi, Drauga-
sker, og það samþykkir Kolbeinn, því að það er á leið
hans á miðin. Um tilhögun kveðskaparkeppninnar fylgir
Stephan hins vegar alveg sögunni í Islenzkum þjóðsög-
um og ævintýrum, og sýnir það, svo að ekki verður um
villzt, að þá sögu hefur hann lagt til grundvallar kvæð-
inu, en ekki þátt Gísla Konráðssonar.
1) Bréf og ritgerðir I, 342. bls.