Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 132
130
Stephan segir líka sjálfur í áðurnefndu bréfi til dr.
Rögnvalds Péturssonar, að hann hafi oft hugsað til þess,
að kvæðaefni gott væri í Kolbeini. Þess vegna hefur hann
ekki þurft neitt sérstakt tilefni til þess að byrja á kvæð-
inu, fremur en svo mörgum öðrum kvæðum sínum, sem
hann orti út af sögulegum efnum, er hann las í æsku
heima á Islandi, en hafði aldrei síðan tækifæri til að
kynna sér betur. Stephan segir líka í bréfinu til dr. Rögn-
valds: „Kannske kannast einhver heldur við Kolbein af
því „Lögb.“ hefir nýlega sagt það, sem Gísli gamli Kon-
ráðsson hafði heyrt um hann.“ > Úr því Stephan minnist
á þátt Gísla í Lögbergi, hefði hann sennilega einnig nefnt
það í bréfinu, ef hann hefði orðið þess valdandi, að hann
orti kvæðið. Hér skal ekki gizkað á, hve lengi kvæðið
hefur verið í deiglunni, en frumdrög þess hefur hann
verið búinn að semja, áður en þátturinn af Kolbeini sá
dagsins Ijós í Lögbergi 30. október 1913. Hins vegar hef-
ur sú nýja vitneskja, er Stephan fékk þar, orðið honum
hvöt til áframhalds verkinu. Hún hefur gefið honum nýj-
ar hugmyndir og þannig átt drjúgan þátt í að setja þann
svip á kvæðið, er það að lokum fékk, dagana sem Stephan
sat meiddur inni og skóf það upp og skrifaði rétt fyrir
jólin 1913.
IV
Efnisútdráttur
og samanburður heimildanna og kvæðisins
Þær athuganir, sem nú hafa verið gerðar á því, til
hvaða heimilda Stephan hafi sótt efni, er hann kvað Kol-
beinslag, hafa leitt í ljós, að fyrirmyndirnar eru þrjár:
Þjóðsögurnar Kölski kvongast og Kolbeinn og Kölski,
báðar í öðru bindi íslenzkra þjóðsagna og ævintýra, og
svo Þáttur frá Kolbeini skáldi Grímssyni eftir Gísla Kon-
ráðsson, prentaður í Lögbergi 30. október 1913. Skal nú
1) Bréf og ritgerðir I, 341. bls.