Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 143
141
en fyrst og fremst sjálfselsk. Jafnvel sjálfur Kölski fær
nóg af sambúðinni við hana, meðan kjör þeirra eru slæm.
Þess vegna yfirgefur hann hana. Þegar honum er hins
vegar farið að vegna betur, leitar hún hann uppi til þess
að njóta ávaxtanna af velgengni hans. Varla er hægt að
hugsa sér ólíkari persónur en þessar tvær konur sögunn-
ar og kvæðisins. Það er því ljóst, að hið litla, sem Stephan
hefur þegið frá þjóðsögunni, steypir hann upp í sínu eigin
móti, án tillits til fyrirmyndarinnar. Raunverulega eiga
þjóðsagan og kvæðið aðeins eitt sameiginlegt, það að
bæði eru grundvölluð á þeirri hugmynd, að Kölski hafi
verið kvongaður. Þá hugmynd hefur Stephan þegið frá
þjóðsögunni og annað ekki.
Þessi fyrsti hluti kvæðisins er nokkurs konar inngang-
ur að aðalverkinu. Þar lýsir Stephan annarri höfuðper-
sónunni, Kölska, og lætur hann gera grein fyrir því, hvers
vegna hann sækist eftir að kveðast á við Kolbein. 1 skýr-
ingum sínum við kvæðið, sem hann ritaði dr. Rögnvaldi
Péturssyni og sendi honum í áðurnefndu bréfi um leið og
kvæðið, segist hann hafa notað þjóðsöguna Kölski kvong-
ast til þess að draga þetta fram og „til að segja ýmsa al-
menna glettni".1 Þetta er rétt. 1 samtali þeirra hjónanna
lætur Stephan höfðingjann skýra það út fyrir frúnni, í
hverju starf hans sé fólgið og hví hann þurfi að ná Kol-
beini á sitt vald. En auk þess að vera áheyrandi að þess-
ari játningu Kölska, gegnir frúin öðru hlutverki í kvæð-
inu. 1 lýsingu hennar og sambúðar þeirra Kölska segir
Stephan „ýmsa almenna glettni", deilir á gamansaman
hátt á þá manngerð, sem frúin tilheyrir, og dregur
skemmtilega fram ýmsa örðugleika, er skapast í sambúð
hjóna í stríðu, en hverfa í blíðu. Allt er þetta vel og listi-
lega fram sett í kvæðinu, einkanlega er margt stórvel
sagt í sjálfslýsingu höfðingjans.
Þótt margt sé vel um þennan fyrsta hluta kvæðisins,
1) Bréí og ritgerðir I, 342. bls.