Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 55
53
Slíkt breytir fljótt áliti manns,
ef hrasaðir veslingar verða honum sæmd
og viðbót í tekjurnar hans!1
Því verður trauðlega neitað, að mannlýsing þessi er
nokkuð ýkjukennd. En þess ber að gæta, að hér glímir
Stephan við allmikinn vanda. Jafnframt því, sem hann
lýsir einstaklingi með holdi og blóði, er hann að persónu-
gera ,,kirkjufélagsandann“, er hafði verið honum leiðust
vofa á vegi rúman áratug, er hann orti kvæðið. Þar að
auki túlkar framkoma prestsins í jarðarfararmálinu til-
finningu, „sem okkur er flestum sameiginleg, að reyna
að standa sem fjærst þeim, sem orðið hafa þjóð sinni til
minnkunar, lífs og liðnum ...“2 Með þessu kvaðst
Stephan ekki deila einungis á prestana, enda er slík til-
finning vitaskuld ekki takmörkuð við eina stétt manna.
Hitt er annað mál, að andúð Stephans á kennilýðnum
veldur því, að hann velur prest til að túlka þetta viðhorf.
Slíkt var í samræmi við þann sess, sem Stephan skipaði
klerkum í skáldskap sínum yfirleitt. En í öðru lagi vel-
ur hann prestinn af listrænum ástæðum til að gera áhrif-
in sterkari, því að auðvitað var þessi hugsunarháttur
ósamboðnari presti en hverjum öðrum.
Sé nánara að gætt, ánn Stephan prestinum nokkurra
málsbóta. Vegna stöðu sinnar er hann vissulega háðari
almenningsálitinu en hver annar. Stephan kannaðist vel
við „almættisdóminn í almannaróm", þótt honum fynd-
ist við þessar aðstæður, að hugsunin um slíkt væri hé-
gómi. Honum var fullljóst gildi þess að eiga tiltrú sam-
ferðamannanna, sbr. niðurstöðuna um Jón hrak:
Ei tjáir
snilli mikils manns né sómi
móti fólksins hleypidómi.3
1) Almenningsálitið, Andvökur II, 52. bls.
2) Bréf og ritgerðir I, 106. bls.
3) Jón hrak, Andvökur II, 432. bls.