Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 174
172
Kolbeinn:
Skulum fá þá eigin ásjá,
út úr lágþrá, kvíða og váspá.i
1 fyrstu braglínu kemur orðið þá fyrir þrisvar sinnum. 1
tvö fyrstu skiptin er ekki vafi á, hver orðflokkur það er
eða hvernig það beri að skilja. öðru máli gegnir um hið
síðasta. Hugsanlegt er, að þá sé þar atviksorð, en merk-
ing vísuorðsins verður þá svo óljós og lágkúruleg, að ég
tel einsýnt að hafna þeirri skýringu. Mér finnst, að þá
hljóti að vera þarna ábendingarfornafn, en til hvers vís-
ar það, við hvaða þá er átt? Það liggur ekki ljóst fyrir.
1 næstu vísu á undan er ekkert orð, er það vísi til ótví-
rætt. Helzt kæmi til greina orðið gáli, en það virðist þó
dálítið hæpið, að svo sé. 1 fyrsta lagi sýnist eðlilegra að
álíta, að orðið gáli sé þar í eintölu en fleirtölu og því
rangt að nota fleirtölu af fornafninu. 1 öðru lagi er þessi
skýring ekki sennileg efnislega. Vísi þá til orðsins gáli,
verður merking vísuorðsins eitthvað á þessa leið: Við
skulum lofa þá mest í ljóði, sem smá alvöruleysingjana.
Nú er Kölski alltaf í vísuorðum sínum að hvetja til hins
versta og auvirðilegasta, en er það svo með öllu illt að
lofa þá mest, sem líta niður á hina léttúðugu? Mér finnst
það ekki, og ég held, að þetta sé ekki það, sem Stephan
á við.
Skýring mín á vísunni er þessi: Kölski: Við skulum
yrkja á þann hátt að lofa þá lengst, er fyrirlíta aðra
menn, og vitaskuld erum við þar ekki undan skildir. Kol-
beinn: Við skulum hjálpa okkur sjálfir út úr bágindum
okkar. Ekki skríða fyrir þeim eða treysta á þá, sem líta
niður á okkur. Þessi skýring finnst mér mest í samræmi
við efni þessarar rímu. Að vísu er málfræðileg notkun
orðsins þá hæpin, ef ljóðlínan er skýrð svona, en mál-
fræðiþekking var ekki hin sterka hlið Stephans, eins og
hann sjálfur vissi manna bezt. Vel má vera, að þessi
1) Andvökur III, 91. bls.