Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 137
135
grein fyrir byggingu þess, þótt það efni heyri raunar til
kaflanum um form og búning og þar verði nánar að
því vikið.
Kvæðinu er skipt í fjóra kafla, er nefnast: Hjá höfð-
ingja þessa heims, Á Kolbeinsstöðum, Úti í Draugaskeri
og Leiði í landauðn. I hverjum kafla er mansöngur og
ein ríma nema í kaflanum Úti í Draugaskeri. Hann er
þrjár rímur og mansöngur fyrir hverri þeirra.1 1 man-
söngvunum f jallar Stephan ekki um söguefnið sjálft, held-
ur er í þeim að finna náttúrulýsingar og ýmsar hugleið-
ingar hans í sambandi við söguna. Verður því ekki rakið
efni þeirra hér, þar sem það mundi aðeins slíta sundur
söguþráðinn, er leitazt verður við að draga fram sem
greinilegast til samanburðar fyrirmyndum kvæðisins. Síð-
ar verður líka rætt um mansöngvana og efni þeirra sér-
staklega. Af sömu ástæðum munu ekki heldur, nema brýn
nauðsyn krefji, endursagðar hér þær vísur í rimunum
sjálfum, sem eingöngu eru hugleiðingar skáldsins um
efnið eða sögupersónurnar. Verður um þær f jallað síðar.
1 fyrsta hluta kvæðisins, Hjá höfðingja þessa heims,
segir deili á högum og háttum höfðingjans, þ. e. Kölska.
Hann er umsýslumaður mikill og hefur mörgum hlut-
verkum að gegna, enda birtist hann í ótal gervum, eftir
því sem við á hverju sinni, svo að torvelt er að þekkja, að
þar sé um sama mann að ræða. En eðlið er samt eitt, þótt
yfirbragðið sé síbreytilegt. Eitt sinn lenti höfðinginn þó
á rangri hillu. Hann gekk í hjónaband norður á Horn-
ströndum. Um það vitnar gömul saga. Konan var orðlögð
nöldrunarskjóða, er kunningi hans hafði gefizt upp á að
búa við, og búskapurinn þar á norðurhjara varð höfðingj-
anum allur örðugur. Brátt fjölgaði í heimilinu, og þegar
fyrirvinnan brást og gerði lítt nema að makka við Dansk-
1) Svo í sérprentuninni og útgáfu dr. Þorkels Jóhannessonar af And-
vökum. f útgáfunni 1923 af Andvökum er kaflanum skipt i 4 rimur, ein
mansöngslaus.