Studia Islandica - 01.06.1961, Side 120
118
Flateyjarfélagsins, er ein stutt sögn af Kolbeini. Hún er
um viðskipti þeirra Kolbeins og Galdra-Brands í Stóra-
Skógi. Segir þar frá því, er Brandur sendir honum í einu
fimm uppvakninga, þar á meðal Haukadals-Halldóru,
hinn magnaðasta draug. Fékk Kolbeinn að lyktum kveðið
þá alla af höndum sér.
I handritinu Lbs. 1128 4t0, sem líka er ritað af Gísla
og komið úr safni Flateyjarfélagsins, talið skrifað á ár-
unum 1850—1868, er alllangur þáttur af Kolbeini og
Galdra-Brandi, þó að mestu um Kolbein. Þættinum er
skipt í sextán kafla eftir efni og er fjörutíu síður að lengd.
1 fyrsta kaflanum segir frá upphafi viðskipta þeirra Kol-
beins og Brands. Hittast þeir á hvalfjöru, slær í brýnu
með þeim, og upp frá þeim fundi tekur Brandur að senda
Kolbeini drauga, en hann fyrirkemur þeim öllum. I öðr-
um kaflanum segir frá kvonföngum Kolbeins. Er þar
sýnilega rangt með farið, t. d. ruglar Gísli þeim saman
Kolbeini klakk í Lóni og Kolbeini Grímssyni. Þriðji kafl-
inn er svo frásögnin af draugunum fimm, er sagt var frá
í handritinu Lbs. 1124 4t0, en sögnin er hér lítið eitt auk-
in og endurbætt. Næstu tveir kaflar fjalla eingöngu um
Galdra-Brand, en í sjötta kaflanum er sagan um það, er
þeir þreyttu með sér á kvæðahólminum Kolbeinn og
Kölski. 1 sjöunda kaflanum er rætt um skáldskap Kol-
beins og talin nokkur helztu verk hans. Þar er stuðzt við
frásögn Hálfdanar meistara Einarssonar í Sciagraphia.
Áttundi kaflinn er kvæði eftir Kolbein, er nefnist Bú-
landskvæði, 15 erindi. 1 níunda kafla er ný frásögn
af því, er Brandur sendi Kolbeini Haukadals-Halldóru
ásamt fleiri draugum. Hér eru þeir taldir tveir, en í fyrri
sögninni f jórir. Hefur Gísli heyrt nýja gerð sögunnar, er
hér var komið þættinum, og skráð hana líka, þótt efnið
sé að nokkru hið sama. 1 tíunda kafla segir frá því, er
Kolbeinn kveður niður draug í Mávahlíð, og í ellefta kafla
frá brúðkaupi á Ingjaldshóli, þar sem hann kveður og
niður draug. Tólfti kafli er hins vegar kvæði, Meinbuga-