Studia Islandica - 01.06.1961, Page 47
45
1 kvæðinu hér kemur glöggt í ljós, að mat Stephans
á auðþróuninni er bundið eftirfarandi sjónarmiði: Verð-
ur hún alþýðunni til farsældar eða ófarnaðar? Hann
ræðir hvorki um iðnvæðingu né risaframkvæmdir, yrkir
ekki um neinar ,,Tínarsmiðjur“. Hinar verklegu stór-
framkvæmdir í Ameríku freistuðu hans ekki sem yrkis-
efni. Slíkt og þvílíkt hefur þó án efa borið fyrir augu
hans á ferðalögum eins og þeim, sem hér er lýst. Hin
frjálslega efnismeðferð í þessu kvæði gaf honum ríku-
leg tækifæri til slíkra lýsinga. En hann lét þau ónotuð.
Hugsunin beindist umfram allt að lífi hinna „erfiðandi
bræðra“. Rétt í svip víkur hann að mikilleik stórborg-
arinnar:
Hver húsaröð þéttist, líkt standbergi steypt,
en strætið sem hamragil breitt.1
Vel gæti þetta verið upphaf glæsilegrar lýsingar mann-
virkja. En raunin verður önnur. í næstu andrá mætir
honum sjón, sem dregur athyglina að sér:
Or opnaðri jörðinni upp spruttu menn
með andlitin moldug og sveitt.2
Hann fær að vita, að hér starfa landar hans sem auð-
sveipir, en eljumiklir námuverkamenn. Hann trúir ekki,
að slíkt vari lengi. íslendingurinn mun ekki öðlast far-
sæld við námugröftinn, þótt hann sé gæfur og láti þjást
um stundarsakir. Eðlisfarið og uppeldið munu brátt beina
viðleitni landans að öðrum efnum. Hér finnst sem oftar,
að námugröfturinn var Stephani ógeðfelldur.3 Að vísu
skildi hann nauðsyn þess að nýta auðlindir, og í VIII.
kafla talar hann um uppsprettu auðs, „sem orðið gat fá-
tækum bót“.4 En venjulega varð slíkt að hans dómi til
1) Bæjarbragurinn, Andvökur II, 16. bls.
2) Sama kvæði, sama blaðsíða.
3) Sbr. t. d. Bræðrabýti, Andvökur I, 576.—581. bls.
4) Námabærinn, Andvökur II, 28. bls.