Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 112
110
af eru a. m. k. tvö, Gullkistan og Skersbóndinn, sem frem-
ur má segja, að ort séu út af þjóðsagnaminnum en ein-
stökum þjóðsögum. Lengst þjóðsagnakvæðanna er Kol-
beinslag, ef Björg á Bjargi er undan skilin. Og það er,
ásamt kvæðinu um Jón hrak, langmerkilegast þeirra og
girnilegast til fróðleiks. Skal nú vikið að því nánar. Er
þá fyrst að gera nokkra grein fyrir manninum, sem er
fyrirmynd aðalpersónu kvæðisins, Kolbeini Grímssyni
Jöklaraskáldi.
II
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld
Kvæðið Kolbeinslag dregur nafn sitt af Kolbeini Gríms-
syni Jöklaraskáldi, er uppi var á 17. öld. Fæðingarár hans
er ókunnugt, en dr. Björn Sigfússon, er manna mest hefur
ritað um Kolbein, telur hann fæddan um 1597—1600.1 2
Ræður hann það af því, að í Grettisrímum segist Kolbeinn
vera „nærri sextugs aldri“, er hann byrjar á þeim, en
þeim lýkur hann að Dagverðará undir Jökli 29. nóvember
1658, samanber niðurlag rímnanna. önnur gögn munu
nú ekki fyrir hendi til að ákvarða aldur Kolbeins. Dánar-
ár hans er ekki heldur þekkt, en líkur benda til þess, að
hann hafi enn verið á lífi árið 1682, er Vikusálmar hans
voru prentaðir á Hólum, því að ella hefði þess vafalítið
verið getið á titilblaði bókarinnar, að höfundurinn væri
látinn, svo sem þá mun hafa verið venja.
Fátt er nú um Kolbein Grímsson vitað með öruggri
vissu. Ókunnugt er um ætt hans, en dr. Björn Sigfússon
hefur fært að því rök, að Kolbeinn klakkur í Lóni (Ein-
arslóni) undir Jökli, einn hinna kunnu Svalbarðsbræðra,
laungetinn, hafi verið afi hans.- Tilgáta dr. Björns virð-
ist mér eigi ólíkleg, þótt örðugt muni að færa sönnur
á hana.
1) Sjá formála Sveins rímna Múkssonar, XXI.—XXII. bls. Rit Rímna-
félagsins I, Rvík 1948.
2) Sjá sama formála, XXVI.—XXVII. bls.