Studia Islandica - 01.06.1961, Side 89
87
hefja Stephan m. a. fyrir þetta verk, ber að nefna Guð-
mund Friðjónsson, Helga Pjeturss og Sigurð Guðmunds-
son. 1 Sunnanfara 1902 telur Guðmundur Stephan G.
„mestan bragarsmið, þeirra manna, sem nú kveða á ís-
lenzku.“1 Svipuð aðdáun kemur fram í annarri grein eftir
Guðmund í Skími 1907. Þar er því haldið fram, að Á ferð
og flugi mundi eitt sér gera Stephan „ódauðlegan í landi
bókmennta vorra, þótt hann hefði ekkert kveðið annað,
sem snilld væri á.“2
Árið 1904 skrifaði Helgi Pjeturss litla grein í Eimreið-
ina, er nefnist Bjarni Thorarensen og Stephan G. Steph-
ansson. Þar segir hann: „Eitt hið bezta skáld íslenzkt á
síðari tímum, Stephan G. Stephansson, minnir að gáfna-
fari meir á Bjarna Thorarensen en nokkurt annað skáld.“
Helgi talar ekki um áhrif Bjarna á Stephan, en leggur
áherzlu á, að líkingarnar, sem einkenni skáldskap þeirra,
stafi frá sams konar skáldgáfu, en megineinkenni hennar
sé tröllaukið ímyndunarafl. Telur Helgi, að næg dæmi
þessa megi finna í kvæðinu Á ferð og flugi.3 Aðdáun
Helga á þessu verki er þó enn meiri í ritdómi hans um
Andvökur í ísafold 1910. Telur hann þar, að hvergi hafi
skáldið kveðið dýrlegar. „Hygg ég“, segir Helgi, „að það
muni vera bezta ferðasaga, sem til er á íslenzku, að und-
antekinni einungis hinni ódauðlegu frásögn um ferð Þórs
til £Jtgarða-Loka.“ 4
Sigurður Guðmundsson skrifaði merkan ritdóm um Á
ferð og flugi í Ingólf 1909. Líkt og aðrir hælir hann
Stephani fyrir gáfur, frumleik i hugsun og vali viðfangs-
efna, dáist að máli hans og orðauðgi og undrast þann
þroska, er Stephan hafi náð þrátt fyrir erfið kjör. Per-
sónumeðferð kvæðisins er Sigurði minnistæðust, og telur
hann aðalefni þess vera „það atgervi, er hirðulaust dó“.
1) Sunnanfari X, 3, 19. bls.
2) Skírnir LXXXI. ár, 205. bls.
3) Sjá Eimreiðina X. árg., 32.-34. bls.
4) Isafold, XXXVII. árg., 7. tölublað, 21. bls.