Studia Islandica - 01.06.1961, Side 155
153
sem brúðurin knýtti í hálsklútinn hans
sem hróðurlaun síðustu veizlu.1
Þótt Stephan væri fátækur alla sína ævi, átti hann þó
aldrei við svo bág kjör að búa, eins og hér er lýst, en
nær því fór um Bólu-Hjálmar. Stephan var ekki held-
ur svo alþýðlegt skáld, að ljóð hans bærust út á meðal
manna, jafnóðum og þau voru ort. Hann var torskildari
og seinni í kynningu en svo, að hægt sé að segja þetta
um hann, og það vissi hann manna bezt sjálfur. Hins
vegar væri nær sanni að segja þetta um sum kvæði og
vísur Bólu-Hjálmars. Loks finnst mér lýsingin á skáld-
inu, sem er átveizluprýði héraðsins og fær matarleifar að
launum fyrir íþrótt sína, eiga mun betur við Bólu-Hjálm-
ar en Stephan. Að vísu mun Stephan hafa verið eftir-
sóttur skemmtanarmaður í samkvæmum, en vart mun
hann hafa þegið ölmusu að launum, slíks var hann aldrei
þurfi og mun fremur hafa miðlað öðrum. Án efa hefur
Stephan þekkt allvel til Bólu-Hjálmars og lífskjara hans
frá æskuárum sínum, er þeir áttu báðir heima í Skaga-
firði. Er því eigi ólíklegt, að honum hafi komið hann í
hug, er hann orti lýsingu alþýðuskáldsins í Kolbeinslagi,
en ósannað mál er það þó, og fæst vafalaust aldrei úr
því skorið hér eftir.
1 bréfi því, er Stephan ritaði dr. Rögnvaldi Péturssyni,
er hann sendi honum Kolbeinslag og áður er til vitnað,
viðurkennir hann, að Kolbeinn hafi ekki verið neitt
skreytiskáld, ef aðeins er miðað við gæði kvæða hans.
En Stephan dæmir hann frá öðru sjónarmiði, metur verk
hans í samræmi við þann tíma og þær aðstæður, er þau
voru sköpuð við. Þá verður annað uppi á teningnum, og
dómurinn fellur á þann veg, að
--------eðli Kolbeins var yfirmennt.
Hann orkaði því, sem er fáum hent,
1) Andvökur III, 80.—81. bls.