Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 123
121
eftir að hann kom í Víðimýrarsel. Hafa þjóðsögurnar
vafalaust verið meðal þess, þótt hann segi það raunar
hvergi berum orðum. Til þess bendir meðal annars, að
auk áðurnefndrar sagnar notar hann þjóðsöguna Kölski
kvongast, er hann yrkir Kolbeinslag, en hún er einmitt
prentuð í Islenzkum þjóðsögum og ævintýrum, II. bindi,
og má því ætla, að þar hafi Stephan lesið þær báðar í einu.
1 íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum er aðeins þessi
eina stutta saga um Kolbein, svo að ætla mætti í fljótu
bragði, að þar sé litla uppistöðu að finna í svo langt kvæði
sem Kolbeinslag. En eins og síðar verður sýnt fram á,
sækir Stephan ekki efni til kvæðisins út fyrir það, sem
felst í þessari sögu og sögninni um kvonfang Kölska.
Frá þessu er þó ein undantekning, er síðar verður gerð
grein fyrir.
Að sjálfsögðu er alls ekki loku fyrir það skotið, að
Stephan hafi heyrt eða lesið í æsku fleiri sögur um Kol-
bein en þessa einu, þótt hann notaði ekki aðrar, er hann
kvað Kolbeinslag. Til dæmis kann hann að hafa lesið ein-
hver handrit, sem nú eru glötuð, en hafa geymt sagnir
um Kolbein. Hins vegar eru engar heimildir til fyrir því,
svo að óþarft virðist að gera því skóna, að svo hafi verið.
Það eina, sem gæti bent í þá átt, er, að Stephan segist
hafa lesið sögurnar um Kolbein, en í þjóðsögunum er
aðeins ein saga um hann. Ekki er þó mikið leggjandi upp
úr þessu orðalagi. Hann gat vel tekið svo til orða, þótt
hann hefði ekki lesið nema þessa einu sögu. En auk
hennar hefur hann vafalítið lesið það, sem Jón Espólín
segir um. Kolbein í Árbókum sínum, því að árbækur
segir Stephan að hafi verið meðal þess, er hann las í
Víðimýrarseli.1 Að vísu er frásögn Espólíns örstutt og
tæpast hægt að kalla það sögu í venjulegri merkingu, en
hún hefur þó að geyma sögn um Kolbein, sem Stephan
kann að hafa haft í huga, er hann ritaði þetta. Loks er
1) Bréf og ritgerðir IV, 84. bls.