Studia Islandica - 01.06.1961, Side 85
83
IX
Viðtökur
Jón Ólafsson lét prenta Á ferð og flugi í 400 eintökum.
Helming upplagsins sendi hann höfundinum sjálfum að
gjöf vestur um haf. Um viðtökurnar þar segir Stephan:
„Sumir segja, að útgengi bóka sé hærri réttur en ritdóm-
ar. Það byggist víst á því, að almannarómur sé úrskurður
Drottins. „Á ferð og flugi“ voru aldrei fjölmörg til. Á Is-
landi gengu kverin út. Hérna eru þau rótgróin í bóka-
verzlun Bardals."1
Þannig reyndist Stephan meiri spámaður í föðurlandi
sínu, þar sem hann hafði naumast kvatt sér hljóðs fyrr,
en í fósturlandinu, enda þótt hann hefði þá kveðið fyrir
landa sína þar í fullan áratug.
Fyrstu umsögn um bókina er að finna í litlum eftir-
mála fyrstu útgáfu eftir Jón Ólafsson. Þar segir hann
svo m. a.:
„Ég dirfist að segja, að framtíðin muni skipa þeim
óskólagengna bónda vestur undir Klettafjöllum, sem hefir
ort þessi ljóð, meðal allra fremstu skálda íslands á 19.
öldinni. Stephan G. Stephansson hefir sinn galla stund-
um (og gætir hans þó lítt í þessu kveri), en hann er sá,
að hann er stundum dálítið þungur eða eins og saman
rekinn, og þá stundum torskilinn. En allt eftir hann er
eins og land, sem er auðugt af gulli, perlum og gimstein-
um; það þarf bara stundum að grafa eftir því; það liggur
ekki ætíð eins bert á yfirborðinu og maður mundi óska.“ 2
Fyrsta ritdóminn skrifaði Einar Hjörleifsson í ísafold
6. janúar 1900.3 Einkennist hann bæði af lofi og lasti.
Einar dáist mjög að frumleik Stephans, snilli hans í
1) Bréf og ritgerðir IV, 283. bls.
2) Á ferð og flugi, Til lesendanna, 63. bls.
3) Sjá Isafold XXVII. árg., 2. blað, 5.—6. bls.