Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 27
25
þá er líkt og efinn ýki
eiginn brest í viljans stáli,
kvíði því mann sjálfan sýki
sóttnæmið í efni og máli.1
Aldarfarslýsing Þorsteins Þ. Þorsteinssonar, sem áður
er nefnd, lætur hin sögulegu rök hníga að því, að Stephan
G. „yrði úti í íslenzkum skilningi", er hann dró sig í hlé
og fluttist frá Dakota. En honum fór öðruvísi en ýmsum
öðrum, er vildu forðast trúarofsann og flokkadráttinn.
Mótlætið bugaði Stephan ekki, heldur efldi hann. Vestur
í óbyggðum náði hann hátindi þroska síns. Stephan var
maður kappgjarn og baráttudjarfur. Á yngri árum hafa
þeir eiginleikar vafalaust verið snarari þáttur af honum
en í ljós kemur af viðkynningunni við verk hans. Ber að
minnast þess, að öll nánasta vitneskja okkar um sálarlíf
Stephans miðast við efri ár hans, er hann var orðinn sig-
urvegari. 1 bréfi frá 1921 gerir hann lítið úr metnaði sín-
um, en afneitar honum þó ekki. ,,Ég hefi engan metnað
til,“ segir hann, „nema ögn af keppni að láta ekki ganga
yfir höfuð mér með hroka.“2 Einmitt þessa tegund mót-
lætis hafði Stephan orðið að þola síðasta ár sitt í Dakota.
Síra Jón Bjarnason ræddi með fyrirlitningu um tilraun
„óskólagenginna bænda“ til að stofna „menningarfélag"
og taldi, að þeir væru „engir sérlegir vitsmunamenn".3
1 Á ferð og flugi notar Stephan orðið róg um framkomu
prestanna og safnaðarleiðtoganna í garð þeirra Menn-
ingarfélagsmanna.4 Allt hefur þetta brýnt Stephan til
að láta baráttu þeirra félaga ekki niður falla, þótt hann
flyttist burt. Hún hófst líka að nýju, er hann var setztur
að í Alberta, þótt með öðrum hætti væri en áður. Nú
tók Stephan að leggja rækt við skáldskap sinn af miklu
meiri alúð en nokkru sinni fyrr. Frá æsku hafði hann
1) Andvökur X, 460. bls.
2) Bréf og ritgerðir II, 245. bls.
3) Sbr. Sameininguna III. árg. 1888 nr. 1 og 2.
4) Sbr. Bréf og ritgerðir IV, 277.—278. bls.