Studia Islandica - 01.06.1961, Page 86
84
náttúrulýsingum og tjáningu ættjarðarástar. Telur hann
Stephan fremstan vestur-íslenzku skáldanna. En ádeilur
Stephans kallar Einar vindhögg, vill bera blak af prest-
unum vestra og telur, að þeir eigi sízt slíkar árásir skilið.
1 þessu sambandi sakar hann Stephan um skort á „mennt-
uðum skilningi". Lýkur hann máli sínu með þessum um-
mælum um bókina: „Og það er svo mikið gull í henni
innan um sorann, að Islendingar ættu að kaupa hana.“
22. febrúar birtist í Þjóðólfi ritdómur um Á ferð og
flugi, sem nefndist íslenzk kritik og Stephan G. Stephans-
son. Mun Guðmundur Guðmundsson skáld hafa skrifað
hann, en undir honum er aðeins G.1 2 Ritdómurinn er hvat-
víslegur og öfgaþrunginn. Meiri hluti hans eru skammir
í garð útgefandans og Einars Hjörleifssonar. Höfundur
ræðir nær eingöngu um búning kvæðisins og átelur skáld-
ið harðlega fyrir slæma kveðandi. Inntaki verksins eru ná-
lega engin skil gerð, en niðurstaðan er þessi: „Að undan-
teknum fáeinum athugunum, sem væru góðar með öðru
betra, er kvæðaflokkur þessi næsta lélegur.“ Ritdómin-
um fylgir athugagrein ritstjórans, sem reynir að milda
andúðina í garð skáldsins með því að benda á önnur
kvæði þess, sem fremur hefðu verðskuldað að vera gef-
in út.2
I Heimskringlu birtist ritdómur 22. marz eftir Kristján
Á. Benediktsson. Er hann fremur til lofs. Skáldinu er
mjög hælt fyrir hreint mál og auðugt og haglega gerðar
lýsingar. En ritdómarinn dvelur við hið ytra, svo sem
frágang verksins og bókarinnar, en hliðrar sér hjá að
fjalla um efnið sjálft.3
Næst er að geta ritdóms í Freyju, marz og apríl 1900.
Mun hann vera eftir ritstjórann, Margrétu J. Benedicts-
son.4 Þessi ritdómur er um margt andstæða þeirra, sem
1) Sbr. Bréf og ritgerðir II, 147. bls.
2) Þjóðólfur 52. árg. nr. 6, 22.-23. bls.
3) Heimskringia XIV. ár, nr. 24.
4) Sjá Freyju III. árg. nr. 2—3, 38.—40. bls.