Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 116
114
ar. Því er tæpast hægt að leggja fullnaðardóm á skáld-
skapargildi verka hans í heild, fyrr en þau hafa verið
könnuð betur en gert hefur verið. Þó má fullyrða, að
Kolbeinn hefur verið merkilegt skáld fyrir margra hluta
sakir. Hann er alþýðuskáld, ómenntaður bóndi, og stend-
ur að því leyti verr að vígi en ýmis samtímaskáld hans,
er einhverrar menntunar höfðu notið, flest prestlærðir
menn. Lífskjör hans hafa og vafalaust verið fremur kröpp
og skilyrðin til skáldskapariðju lítt ákjósanleg. Þess
vegna er ekki að undra, þótt ýmsir hnökrar séu á skáld-
skap hans, enda brigðul þekkingin og smekkurinn hjá
fleirum en honum á þessum tíma.
Við skulum athuga skáldskap Kolbeins ofurlítið. Lít-
um fyrst á ytra búning kvæðanna, á íþróttina og listina.
Af fróðum mönnum á því sviði er Kolbeini talið mest
ábótavant um meðferð skáldamálsins forna, kenninga og
heita.1 2 Er Kolbeinn þar undir sömu sök seldur og nær öll
önnur samtíma skáld og mun sízt lakar að sér í þeim
efnum en flest þeirra. Orðauðgin er hins vegar mikil, og
í meðferð bragarhátta er hann vel fær, býr jafnvel sjálf-
ur til nýjan hátt, dýrt afbrigði gagaraljóða, sem við hann
er kennt og nefnt Kolbeinslag. Þann bragarhátt notar
hann bæði í Grettisrímum (18. rímu) og Sveins rímum
(3. rímu), en óvíst er, hvorar eru fyrr kveðnar.2 Má því
segja, að Kolbeinn þoli vel samanburð við flesta samtíma-
menn sína, að því er varðar að veita skáldskapnum sóma-
samlegan ytra búning í samræmi við þeirrar aldar hætti.
Að skoðunum og hugsunarhætti er Kolbeinn barn síns
tíma. Lýsir það sér vel í efnisvali hans og efnismeðferð.
Á hans dögum eru kaþólsk áhrif í trúarlegum og andleg-
um efnum að deyja út á íslandi. En hjá honum gætir ein-
mitt síðustu leifa þeirra í skáldskap, samanber t. d. Píslar-
1) Samanber ummæli dr. Björns K. Þórólfssonar í formála Sveins rímna
Múkssonar, XIII. bls. og áfram.
2) Samanber grein prófessors Einars Ólafs Sveinssonar, Sveins rímur
Múkssonar, formáli, XXXI. bls.