Studia Islandica - 01.06.1961, Side 30
28
bera því samtíðinni einni vitni. Gestsauga ferðamannsins
greinir hvarvetna sviplíka staði, smáþorp, sem einkenn-
ast af aldarfarinu: Lyfjabúðin er ,,spiritus-laumverzlun“
vegna aðflutningsbanns á áfengi og kirkjurnar fjórar
talsins sökum sundurlyndis fólksins í trúmálum. 1 öllu
mannlífinu speglast nútíðin ein, og sonur sögueyjunnar
saknar einhvers. Hann lýkur frásögninni með þessum
ljóðlínum:
— En saga og ævintýr öll hefur skreytt
með örnefnum bændanna lönd,
og bæina óskírða upp vaxa lét
ei öldin um dal eða strönd
á föðurleifð minni. 1 myrknættið út,
er minningar tendra sín bál,
um vallgróna haugana blossana ber,
svo bjart er um feðranna sál.1
II. kafli, Bæjarbragurinn, f jallar um kynni sögumanns
af bæjarlífinu. Honum verður starsýnt á landa sína, er
koma upp úr námugöngunum, og sezt að honum sú hugs-
un, að slíkur starfi sé ekki við hæfi þeirra, sem „ólust
upp yfir jörð“. Hann þykist brátt skynja, að frelsið og alls-
nægtirnar séu eign fárra útvaldra, en fólkið láti þjást.
Erindi sögumanns er að sitja kirkjuþing í bænum.
Þingsetan færir honum heim sanninn um, að lífsskoð-
anir hans samræmast ekki kenningum kirkjunnar, og
því á hann ekki samleið með hinum trúuðu og guðhræddu.
1 starfi sínu hefur hann fundið farsældina án trúar:
— Við hversdagsstörf uni ég áhyggjulaus,
mér óhult það sýnist og létt,
og kem svo til dyranna, dauði, til þín
í daglegu fötunum rétt.2
1) Andvökur II, 15. bls.
2) Andvökur II, 18. bls.