Studia Islandica - 01.06.1961, Side 149
147
Heildarniðurstaðan af samanburði kvæðis við frum-
heimildir er ótvíræð. Stephan leggur til grundvallar kvæð-
inu meginkjarna þjóðsagnanna, að Kölski hafi kvongazt
og kveðizt á við Kolbein. Á þeim grunni skapar hann nýtt
verk, óháð fyrirmyndunum, eins og þegar mikið og veg-
legt hús er reist á rústum gamals torfbæjar, en af nýj-
um viðum, stærra í sniðum, hærra til lofts og víðara til
veggja. Finnist einstöku gamall bjálki í þeirri byggingu,
er hann heflaður upp og telgdur til, hefur fengið nýjan
svip og nýtt lag í þjónustu nýs hlutverks. Þannig er
Kolbeinslag.
V
Kjarni kvæðisins
1 Kolbeinslagi eru tvær aðalpersónur, Kolbeinn og
Kölski. Þeir eru fulltrúar andstæðra stefna, Kölski niður-
rifsaflanna, Kolbeinn þeirra, er varðveita það, sem áunn-
izt hefur á umliðnum öldum, og leitast jafnframt við að
þoka menningunni lengra áleiðis. Báðum er þeim skil-
merkilega lýst um leið og þeir birtast á sviðinu, og er
þeim helguð sín ríman hvorum. Þessar tvær rímur eru
nokkurs konar forleikur að aðalverkinu. í þriðju rím-
unni, í samkveðlingum þeirra Kolbeins og Kölska, er
kjarni kvæðisins. Þar er að finna þann boðskap, er það
hefur að flytja. Áður en horfið verður að því að gera
grein fyrir honum, er rétt að staldra nokkuð við og virða
fyrir sér flytjendur hans, þær persónur, er Stephan legg-
ur hann í munn, og sjá, hverja mynd skáldið dregur
upp af þeim.
1 þjóðsögunni, sem Stephan byggir kvæðið á, er Kölski
djöfullinn sjálfur, er bregður sér til fundar við Kolbein
í þeim tilgangi að hremma sál hans. Þessum skilningi
hafnar Stephan og gerir svofellda grein fyrir því: „Sög-
unum um Kolbein er vikið við ýmislega. Það þurfti í
svona sögu að gera grein fyrir, hví fjandinn sóttist eftir