Studia Islandica - 01.06.1961, Side 151
149
eða Hindúi, síbreytilegur að yfirbragði, en alltaf hinn
sami inn við beinið, „ „brakún“ í hvað sem að fer hann.“1 2
Hvarvetna er hann í tölu höfðingjanna, að vísu fremur
af illu ræmdur en af mannkostum metinn. En honum er
lotið í auðmýkt af flestum, jafnt múgnum, sem þó hatar
hann, og fésýslumönnum og hershöfðingjum, sem lifa af
ávöxtum iðju hans. Einungis menn eins og Kolbeinn þora
að bjóða honum birginn, menn sem láta ekki baslið
smækka sig, heldur stækka með erfiðleikunum og miðla
öðrum af andlegri auðlegð sinni.
Þetta er uppistaðan í lýsingu Kölska. Hún er skýr og
vel gerð og raunsönn sú mynd, er Stephan bregður upp
í lokin af þeim mönnum, sem vitandi vits lúta, jafnvel
ganga í þjónustu þeirra afla, er vinna að tortímingu menn-
ingarinnar. Eins og vikið er að hér að framan, þykir mér
Stephan heldur hafa spillt þessari einföldu og glöggu
persónulýsingu Kölska með hjónabandssögu hans, er
harla lítið kemur meginefni kvæðisins við, þótt margt sé
þar vel sagt. Skal ekki fjölyrt meira um það.
Áður en lokið er að ræða um það, hvernig Stephan lýsir
Kölska, og hvaða skilning hann leggur í þjóðsöguna, skal
þess getið, að Stephan hefur ort annað kvæði út af þjóð-
sögu, þar sem Kölski er aðalpersónan. Það kvæði heitir
Kölski í skáninni og er um viðskipti þeirra Sæmundar
fróða. Því er eins háttað um það kvæði og Kolbeinslag, að
Stephan bindur sig ekki við fyrirmyndina, heldur fer
frjálslega með hana. Að vísu breytir hann lítt efninu, en
leggur nýjan skilning í það. Að öðru leyti eru þessi kvæði
vart sambærileg. 1 kvæðinu Kölski í skáninni lætur
Stephan Kölska vera hinn gamla púka, sem hafði „allt
viðstaddur verið frá veraldar upphafi og „lagt til í smér-
ið.“ “ - Einmitt þess vegna vissi hann svo vel, hve kirkjan
og hennar menn höfðu rangfært allt. Það var mergurinn
málsins. Og Stephan finnur, hve oft hann hefur verið und-
1) Andvökur III, 73. bls.
2) Sama rit, 19. bls.