Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 171
169
En Kolbeinn festi og kleif upp þar.
En hvar var hinn til stefnunnar?
Hvar upplaukst honum auðnin blá,
í eyðikletti, nótt og sjá?1
Haglegar máluð leiktjöld og betur við hæfi er vart hægt
að hugsa sér að þeim tvísýna og geigvænlega leik, sem
þarna er að hef jast.
VII
Búningur kvæðisins
Fyrr í þessari ritgerð hefur verið drepið stuttlega á
byggingu Kolbeinslags og gerð grein fyrir skiptingu þess
í kafla, svo og rimur og mansöngva innan hvers kafla.
Skal það ekki endurtekið hér. Kvæðið er samtals 145 er-
indi undir ýmsum bragarháttum, flest rímnaháttum, og
eru sumir þeirra mjög dýrir. Eru allir mansöngvarnir og
samkveðlingar þeirra Kolbeins og Kölska undir slíkum
háttum. Mun í lok þessa kafla gerð skrá yfir alla þá
rímnahætti, sem Stephan notar í kvæðinu, en þeir eru
margir og f jölbreytilegir. Meginhluti kvæðisins, eða sam-
tals 80 erindi, er þó undir einum og sama bragarhætti,
sem er ekki rímnaháttur. Hann er fjögur vísuorð og
forliður í hverri braglínu. Ójöfnu vísuorðin eru, auk for-
liðar, gerð af þremur réttum þríliðum og einlið, en jöfnu
vísuorðin af tveim þríliðum og tvílið. Hrynjandi háttar-
ins verður því mjúk og langdregin. Fyrsta og þriðja, ann-
að og f jórða vísuorð ríma saman. Þennan bragarhátt not-
ar Stephan, þegar hann segir söguna sjálfur, sömuleiðis
í viðræðum höfðingjans og frúarinnar, enda fellur hátt-
urinn vel að frásagnarefni. Auk erindanna undir þessum
hætti eru tvær siðustu vísur annarrar rímu og síðasta rím-
an undir háttum, sem eru ekki rímnahættir, enn fremur
þriðja erindi þriðju rímu og fimmta erindi fimmtu rímu.
1) Andvökur III, 88. bls.