Studia Islandica - 01.06.1961, Side 91
89
er litlu eða engu aukið við það, sem áður er um verkið
sagt. Þó er af þeim ljóst, að vegur kvæðisins hefur auk-
izt með árunum. I stuttum ritdómi um Andvökur III.
bindi, sem birtist í Eimreiðinni 1911, telur Valtýr Guð-
mundsson Á ferð og flugi „bera höfuð og herðar yfir
flest annað“ í bókinni.i I Heimi er einnig ritfregn af sama
tilefni. Þar er sagt, að mörgum finnist umrætt kvæði
vera hið bezta, sem skáldið hafi ort. Er í því sambandi
staðhæft, að hvergi annars staðar birtist Stephan jafn
vel sem mannþekkjari.1 2 Árið 1927 er kvæðisins minnzt í
Lögréttu í andlátsfregn Stephans, og er það þar talið
bezta verk hans.3
Þótt ummæli þessi séu vafalaust byggð á handahófs-
legu mati, sýna þau, að verkið hefur orðið mönnum minni-
stætt, og það hefur unnið á við nánari kynni. Hér verður
engin tilraun gerð til að meta gildi þess í samanburði við
önnur kvæði Stephans, þótt hiklaust megi skipa því sess
meðal hinna merkari verka hans. Það lifði fljótt af sér
misskilning og vanskilning. Rættist þannig von skáldsins
sjálfs: „Sannleikurinn, sem maður þóttist segja, verður
sjálfbjarga — einhvern tíma.“4
1) Eimreiðin, XVII. árg., 70. bls.
2) Heimir, VI. árg., 10. bl„ 237. bls.
3) Sjá Lögréttu, XXII. ár, 43. tbl., 1. bls.
4) Bréí og ritgerðir IV, 281. bls.