Studia Islandica - 01.06.1961, Page 44
42
Hann er vort skyn og næmi vorra tauga,
og getspeki og glöggskyggni vors auga,
þær hreyfingar sem fötlum frá oss sparka.
Enginn vitringur hefur nokkru sinni höndlað sann-
leikann allan. Því er það misskilningur, þegar sumir halda
„þeir endir sannleiks hafi niður ritað“ með því að safna
saman allri þekkingu fortíðar, því að sannleikurinn fylgir
lífinu, og tilveran ein setur honum endatakmörk. Leitin
að sannleikanum er því eilíf. Hver og einn á að leita hans
í eigin vitund með því að efla skyn sitt og næmi:
Er sjálfsvitund úr sínum högum ræður,
er sannleikurinn upprennandi að hreyfast
í mannviti, sem þar er um að þreifast
að þekkja sig, sinn veg og kringumstæður.
Maðurinn hefur lært að varðveita reynslu sína, og
menningin þokast áfram, er menn rekja reynslusporin.
Reynslan ber því sannleikanum vitni, hún er „efldust
tunga“1 hans. Þess verður aðeins að gæta, að sannleiks-
leitin er ekki fólgin í leit að áður fenginni þekkingu einni
saman, heldur í ræktun skynsemi, næmleiks, vilja og
sanngirni.2 Sá, sem fylgir sannfæringu sinni, hlýðir rödd
sannleikans. Hún er leiðarstjarnan, æðri guði.3
Á hinn bóginn hyggja bókstafstrúarmenn, að kristin-
dómurinn hafi leyst lífsgátuna í eitt skipti fyrir öll, fund-
ið þann sannleika, er einn megni að gera manninn frjáls-
an. Þeir gera því engar kröfur til þess að einstaklingur-
inn leiti sannleikans í eigin vitund, heldur meðtaki þann
sannleika, sem prestarnir flytja af prédikunarstólnum.
Því setur kirkjan honum játningarstólinn fyrir dyrnar.
Hér eru sjónarmiðin ósættanleg, og myndar þessi skoð-
anamunur kjarnann í öllum kirkjuádeilum Stephans. Ár-
ið 1907 víkur hann að sama efni og kemst svo að orði:
1) Sbr. Vopnahlé, Andvökur III, 158. bls.
2) Sbr. t. d. Eftirköst, Andvökur I, 223.-228. bls.
3) Hvað er sannleikur? — (lokaerindi), Andvökur II, 196. bls.