Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 12
10
dal Á ferð og flugi með í hið ágæta úrval sitt af And-
vökum, þrátt fyrir hina miklu fyrirferð kvæðisins.
Áður en ég vík að ljóðunum sjálfum, kemst ég ekki
hjá allmiklum útúrdúr. Sá andlegi jarðvegur, sem kvæð-
ið á rætur í, er nútíma Islendingi ókunnur. Efnistök
skáldsins, einkum hið beizkjublandna viðhorf til kirkju
og kristnihalds, verða ekki skilin né skýrð, nema höfð
séu í huga ósætt hans og átök við kirkjuveldið vestra og
forvígismenn þess. Gagnrýnin verður ekki metin, án þess
að það sé kunnugt, sem gagnrýnt er. Þótt eðlilegt sé að
hugsa sér Stephan G. Stephansson sem stórveldi í and-
legum heimi íslenzka þjóðarbrotsins vestra, skyldi hins
gætt, að skoðanir hans áttu formælendur fáa árið 1898,
þegar hann orti Á ferð og flugi. Þá hafði andóf hans
gegn trúnni á óskeikun játningarrita lúthersku kirkjunn-
ar staðið á annan áratug. Þetta andóf er mikill kapítuli í
þroskasögu Stephans og litar verk hans, ekki sízt það,
sem hér verður rætt um. Af þessum sökum ætla ég, að
nokkur vitneskja um kirkjumál Vestur-lslendinga og af-
skipti Stephans af þeim málum verði lesendum hjálp til
fyllra skilnings á ljóðaflokknum.
Þar sem vitnað er í Ijóð Stephans, er farið eftir hinni
nýju útgáfu próf. Þorkels Jóhannessonar á Andvökum,
Akureyri 1953—’58. Aðrar tilvitnanir í orð skáldsins eru
teknar úr: Stephan G. Stephansson: Bréf og.ritgerðir
I—IV, Rvík 1938—1948, nema annars sé getið.
Loks flyt ég þakkir öllum þeim, sem hafa orðið mér
að liði við samantekt þessa. Sérstaklega vil ég geta kenn-
ara míns í íslenzkri bókmenntasögu síðari tíma, próf.
Steingríms J. Þorsteinssonar, og próf. Sigurðar Nordals,
sem las handrit mitt yfir og benti mér á margt, er til
bóta horfði.