Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 83
81
öðrum kvæðum eftir Stephan. Voru það kvæðin Vöggu-
vísur, Kanada og Kveld, öll ort árið 1899 og birt í Heims-
kringlu það ár. Kverið kom svo fyrir almenningssjónir í
ársbyrjun 1900, eins og áður er frá skýrt.
Ekki er mér kunnugt um, að handrit skáldsins hafi
varðveitzt. Kvæðið var í annað sinn prentað í Andvökum
III. bindi, Reykjavík 1910. Undirbjó Stephan þá útgáfu
sjálfur með þeim hætti, að hann sendi útgefandanum
prentað eintak fyrstu útgáfu með örfáum handskrifuðum
breytingum og leiðréttingum. Um þetta segir hann svo í
bréfi til Eggerts Jóhannssonar 12. des. 1907: ,,Er ekki
nóg, að ég sendi ykkur prentað eintak, með þeirri litlu að-
gerð, sem mér dettur í hug, pennamerktri? Ég nenni ekki
að skrifa það upp að óþörfu og umsjónarmaður getur lag-
fært greinamörk og stöfun og samrýmt það. Handrit
mitt sjálft þarf þess með, hvort sem er.“1 19. janúar
1908 segir hann síðan í öðru bréfi til Eggerts: „Á ferð
og flugi hefi ég lagt með. Leiðrétti fyrir löngu síðan 3 eða
4 prentvillur, og eitt orð breytt, að mig minnir.“ 2
Textamunur 1. og 2. útgáfu er nokkru meiri en Stephan
gefur hér til kynna, en af framanrituðu er auðsætt, að
ekki verður með fullri nákvæmni vitað, að hve miklu leyti
hann er verk Stephans sjálfs. Á þetta einkum við um
smábreytingar á orðmyndum og rithætti.
Á eftirfarandi stöðum hafa orðið breytingar á orðum
og beygingarmyndum:
Útg. 1900. bezt 16. bls. Útg. 1910. bert 22. bls.
þeim 24. — ég 30. —
sár á sitt 29. — sínkur á 34. —
brýmar 37. — brúnir 40. —
vindskífum 37. — vindskeiðum 40. —
hugsun 37. — hugsjón 41. —
1) Bréf og ritgerðir I, 162. bls.
2) Bréf og ritgerðir I, 168. bls.
6