Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 129
127
ar Gísli sig áfram frá vafa til fullvissu, frá því að geta
þess til, að ef til vill hafi Katrín verið annaðhvort fyrri
eða seinni kona Kolbeins, til þess að fullyrða, að hún hafi
verið fyrri kona hans og þau átt saman son að nafni
Guðmund. Ekki skiptir máli í þessu sambandi, að hér er
Gísli á villigötum, því að Katrín mun hafa gifzt Kolbeini
klakk í Lóni árið 1611, en ekki Kolbeini Jöklaraskáldi
í Lóni.
1 sömu átt bendir það, að í frásögninni af kveðskap
þeirra Kölska og Kolbeins er sagt í Lögbergsþættinum,
að sveinn einn, er sumir nefndu Guðmund, son Kolbeins,
hafi njósnað um viðureign þeirra. 1 Lbs. 1128 4to og J.S.
302 4to segir hins vegar fullum stöfum, að Guðmundur,
sonur Kolbeins, hafi gert það.
Mörg dæmi væri og hægt að nefna um það, að frá-
sagnir handritanna í Landsbókasafni eru fyllri en frá-
sögn Lögbergsþáttarins, en of langt mál yrði að telja það
allt upp. Efninu í Lögbergsþættinum er líka miklu óskipu-
legar niður raðað en í hinum þáttunum tveim. Bendir
þetta allt í eina átt.
Niðurstaðan af þeim samanburði, sem nú hefur verið
gerður, virðist ótvírætt þessi: Handrit O. Stephensens
hefur varðveitt sérstaka gerð þáttarins og er hvorki eft-
irrit né útdráttur handritanna Lbs. 1128 4to eða J.S. 302
4t0, heldur eldra þeim og þau bæði frá því runnin. Af-
staða handritanna, sem geyma þætti Gísla Konráðsson-
ar af Kolbeini, er því þessi: Elzt er Lbs. 1124 4to, þá
handrit O. Stephensens, síðan Lbs. 1128 4t0 og yngst
J.S. 302 4t0.
Fyrsta sögnin, sem Gísli hefur heyrt og skráð af Kol-
beini, er sagan um draugana fimm, er Galdra-Brandur
sendi honum. Hana skráir hann í Lbs. 1124 4t0. Nokkru
síðar heyrir hann sagnirnar um viðureign Kölska og Kol-
beins og um Mávahlíðardrauginn. Semur hann þá þátt
þann af Kolbeini, er handrit O. Stephensens varðveitti, og
eru þessar þrjár sögur uppistaða hans auk þess, er Gísli