Studia Islandica - 01.06.1961, Side 53
51
til fermingar." Orsök ógæfunnar er að rekja til þessa
umhverfis og uppeldis, en „íslenzku ólagi“ er ekki um
að kenna eins og sumir vildu ætla á þessum tíma, þegar
íslenzkar stúlkur í Ameríku lentu á glapstigu.1 Stephani
fannst Islendingar fyllilega jafnokar fólks af öðrum þjóð-
ernum, er hann hafði kynnzt í Ameríku, hvort sem mið-
að var við líkamlegt eða andlegt atgervi.2 Á hinn bóginn
virtist honum yngri kynslóðin standa hinni eldri að baki:
„Okkur Isl. hindrar mest fólkið hér upp alda. — Það er
allt andlega sljóvgað. Alþýðumenntunin hérna gerir það
og aldarandinn.“3 Ragnheiður er úr þessum hópi. Hún
nær að vísu litlum andlegum þroska, en er fædd með
miklum mannkostum, sem hún glatar ekki þrátt fyrir allt.
Þetta vill Stephan leiða í Ijós, er hún snýr ein til baka úr
„flýjandi hópnum“ til að ná í barnið. Þá sýndi hún mann-
dóm, sem gaf til kynna það gull, „sem atvikið gróf ekki
til.“ Sjálfsagt er það ekki tilviljun, að Stephan velur
þessa tegund afreksverks handa Ragnheiði, því að hann
dáði mjög þá hetjulund að vera fús að leggja sig í hættu
vegna annarra.4 Með þessum hætti veitir hann Ragn-
heiði uppreisn.
Þegar Stephan leiðir prestinn fram, notar hann svipaða
aðferð og áður er lýst. Hann lýsir útliti prests stuttlega
og berldir á nokkur einkenni, sem gefa persónuleik hans
til kynna. Þeir hafa þekkzt í æsku, og Stephan sér brátt,
að upphaflegu einkennin eru enn ráðandi: laundrjúgt
stolt, dulrátt og framt lunderni, prúðmannleg framkoma,
enda þótt deilugirni leynist í brosinu. Þegar til viðræðu
kemur, verður bert, að hugsanagangur prests einkennist
af veraldarhyggju og bókviti. Hann er að vísu menntað-
ur, eins og kallað er, en menntunin er fremur „lánsfé“ en
,,sjálfseign“. Það stoðar lítt, þótt hann hafi lesið mikið
1) Sjá 1 veðrinu út af Vafurlogum, Bréf og ritgerðir IV, 282. bls.
2) Sama grein, 292.—293. bls. Sjá einnig III, 123. bls.
3) Bréf og ritgerðir II, 246. bls. Sjá einnig 243. bls.
4) Sbr. t. d. Sigurð trölla, Andvökur I, 509.—522. bls. Sjá enn fremur
Bréf og ritgerðir IV, 170. bls.