Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 20
18
þá trú, sem byggð er á reynslu, þekking og vísindum. 1
staðinn fyrir kirkjulegan flokkadrátt, vill það efla mann-
úð og bræðralag; í staðinn fyrir íhugunarlausa játning,
skynsamlega og óhindraða rannsókn; í staðinn fyrir
blinda trú, sjálfstæða sannfæring; og í staðinn fyrir
heimsku og hleypidóma, andlegt frelsi og framför, sem
engar hömlur séu lagðar á.“1 2 3
Hlutdeild Stephans í stofnun Menningarfélagsins gef-
ur til kynna, að hann hafi átt upptökin eða a. m. k. hrund-
ið hugmyndinni um stofnun þessa félags í framkvæmd.
Hann var og kjörinn ritari þess, en formaður varð Skafti
B. Brynjólfsson.
Skoðanir þær, sem birtast í stofnskránni, minna á það,
sem Stephan taldi, að hefði vakað fyrir Parksöfnuði, enda
er vafalaust um sömu mennina að ræða að verulegu leyti.
Hafa þeir félagar ekki viljað fella baráttima fyrir skoð-
unum sínum og tekið það ráð að stofna félag, sem ekki
væri byggt á trúarlegum grundvelli. Vafalaust hefur ætl-
un þeirra verið sú að sporna við auknum áhrifum kirkj-
unnar á andlegt líf í byggðarlaginu. Tveim árum áður
hafði síra Friðrik J. Bergmann setzt að í Dakota og látið
til sín taka á ýmsum sviðum félagsmála, auk þess að
vera andlegur leiðtogi. Ekki hefur Stephani fallið for-
ysta hans. Má ráða það af bréfi til Jónasar Hall, sem
Stephan skrifaði frá Alberta 1893. Þar ræðir hann um
samkomu, sem frumbýlingarnir höfðu nýlega haldið, og
segir svo: „I einlægni, skemmtunin var góð, sú langbezta,
sem ég hef komið á, síðan skemmtanir okkar á Garðar
fyrstu árin, áður en Bergmennsku og kirkjudrunga
þyrmdi yfir þær.“ 2 Þess má geta, að Stephan hafði tekið
drjúgan þátt í félagslífinu í Dakota fyrstu ár sín þar,
t. d. samdi hann eitt sinn leikrit, sem sýnt var á fyrstu
þjóðminningardagssamkomunni 5. júlí 1880.3 Enn frem-
1) Bréf og ritgerðir IV, 152. bls.
2) Bréf og ritgerðir I, 50. bls.
3) Sjá Sögu Isl. i N-Dakota, 68. bls.